Félagsbréf - 01.10.1965, Qupperneq 71
notið þjálfunar; sagan á að grann-
skoða, hversu listgáfa inegi njóta sín,
þótt fram sé komin í óhefluðum járn-
brautarsmábæ úti á sléttunni, og hversu
amerískur frumbýlingur fái liafizt yfir
umhverfi, sem snautt er af menningar-
erfðum og list, til háþroska sem per-
sóna og listamaður.
Hér sjáum vér færast í aukana þau
átök, sem síðar gerast hörð, ekki að-
eins í 1íún Antónía mín, heldur og í
«Einn af oss“ (One of Ours, 1922),
j,Hús prófessorsins“ (The Professor’s
House, 1925), „Dauðinn kemur að
sækja erkibiskupinn“ (Death comes for
the Archbishop, 1927), „Skuggar á
■úettinum“ (Shadows on the Rock,
Í931), og allmörgum smásögum, svo
sem „Granni vor Rosicki“ (Neighbor
Rosicki). Er eins og Willa Cather
Eugsi sér iandnámsviðhorf heimahag-
anna líkt því, að saklaus, blómleg og
efniieg yngismær gangi í hjónaband
^neð heillandi og veraldarvitrum, en
rosknum manni. Hinn þýzki söngkenn-
ari Theu Krónborg, Herr Wunsch, er
fyrstur af þessum siðmenntuðu og lán-
lausu Evrópumönnum, sem fyrirfinnast
margir í sögum Willu Catlier, — út-
Eigum, sem skila list og lífsgildum í
hendur framgjörnu ungu fólki hins
nýja lands, þótt sjálfir hljóti þeir að
farast. Thea er -— eins og Alexandra
Eergson hafði verið á undan lienni og
Antónía Símerda verður síðar — í
þeim úrvalshópi annarrar landnema-
hynslóðarinnar, sem tileinkar sér eða
heldur fast við sumt af hinum vits-
munalega og listræna arfi frá Evrópu,
án þess að fara á mis við hið nýja og
ferska í amerísku lífi, og án þess að
lenda, eins og algengast var, í gildru
gróðahugsunar og misheppilegrar
„hagkvæmni“. Allar eru sögur þessar
á sinn hátt velgengissögur og allar
spegla þær einkar ameríska leit eftir
hugsun og sókn fram til samlögunar
og öryggis.
En „Söngur lævirkjans“ var ekki
allskostar sá söngur, sem féll að rödd
Willu Cather. Eða öllu heldur, þetta
var rétta lagið, en hún söng það ekki
nógu vel. Saga baráttunnar, sem Thea
Krónborg varð að heyja til að verða
óperusöngkona, er sögð með raunsæi,
sem eltir smáatriðin svo út í æsar, að
það gerir mann dauðuppgefinn; enda
fór svo um síðir, að þessi nákvæmni
varð höfundinum álíka þyrnir í aug-
um og tilgerðin í „Brú Alexanders“.
Komst hún seinna að þeirri niðurstöðu,
að „ofgnótt smáatriða verður gjarna
dálítið lágkúruleg — eins og íburður
í livaða mynd sem er“. Hún reyndi
aldrei aftur „altæmingar“-aðferðina.
Þegar næsta bók kom á vettvang, „al-
veg af sjálfu sér og án þess að ég réði
þar nokkru um stefnuna“, hvarf hún
inn á sömu braut og „Þér landnemar!“
hafði farið, — ekki sömu braut og
„Söngur lævirkjans“.
Þessi næsta hók var svo, náttúrlega,
Hún Antónía mín. Ekki þræddi hún
þó nákvæmlega sömu slóð og „Þér
Iandnemar!“. Að vísu er Nebraska
enn sem fyrr sögusvæðið, og enn er
FÉI.AGSBRÉF 59