Félagsbréf - 01.10.1965, Page 39

Félagsbréf - 01.10.1965, Page 39
veit það ekki, hefur aldrei farið hann á enda. Og hvarf ekki hlíðarvegurinn út í óvissu allt að einu og fljótið? Var fljótið ekki spegilgljáð og blátt eins og heiðasti himinn þennan dag og tíbrá yfir fjarlægum og heitum sandi? Fljótið mundi verða systur hans blíð- lynt og miskunnsamt, fara vel með hana. Þótt einhvers staðar drægi sennilega til strengs og flúðar, mundi það vagga kænunni svo að hún yrði þess naumast vör og fleyta henni yfir hlöndugular iður og bláa og tæra berg- vatnsglugga, þar sem sæist til botns •og telja mætti rauða og bláa og hvíta steina, eins og í stóra glugganum fram af Gerðishúsinu, þar sem Sortu- lækurinn olnbogaði sig frá landinu og út í fljótið. Kannski yrði þeyrinn, heit- ur af engjunum, sótthitarjóðum vöng- um systur hans nærgætnari en gustur- Wn úr fjallskörðunum, kældur af jökulfönnum. En skyldu svona græn °g heit engi fylgja fljótinu dalinn á onda? Alla leið til þorpsins? Drengur- ]nn veit það ekki, þekkir aðeins engið heima, og það gengur í bylgjum þenn- un dag undan þeynum, sem ber með ser ilm og angiljur blóma úr hlíð og holti niður í naustið til hans. Þar niðri sækir hann í sig veðrið, tuskast í úfinkolli drengsins, blæs út stöguðu skyrtuna hans og hverfur svo þusandi °g niðandi út yfir fljótið. Guð gefi, að hann leggi ekki mýrar- þokuna yfir fljótið með kvöldinu, hef- Ur drengurinn upp eftir móður sinni; ^dr föðurnum: Hún er vel dúðuð. Bæði eru þau löngu horfin. Seint og um síðir röltir drengurinn upp úr naustinu og upp með læknum, ekki tröðina; hann ætlar ekki heim; hann sefur í tjaldi. Uppi með læknutn drúpir dúnurtin höfði fram af bakk- anum, speglar hýðið í vatninu, dumb- rautt eins og blóðdropi, sem tognað hefur og stirðnað áður en hann náði að falla. Við lækinn er líka maríu- stakkurinn; hann hefur leynzt sláttu- manninum sumarlangt. Og maríustakk- urinn mænir hlíðuaugum á drenginn um leið og hann öslar hjá. Lækurinn streymir gegnum Leyn- inn, þar sem tjaldið stendur, djúpa og skjólsama hvilft í suðurtúnið. Margt sumarkvöldið hefur lækurinn sungið drenginn og systur hans í svefn, og hann hefur líka vakið þau að morgni. Og vindurinn hefur spilað undir á tjaldstögin kynlegar lagleysur og gert allt, sem í hans valdi stóð, til þess að yfirgnæfa þrálátan hósta syst- urinnar, sótthitastunurnar. Og drengur- inn hefur líka tekið undir á munn- hörpuna sína, sem er rauð og blá og hýr yfir tónum, sem aldrei hljóma einir sér, aldrei stakir, heldur fylgjast margir að og líkjast víravirki úr tón- um. Og drengurinn hverfur inn í tjaldið í Leyninum, þar sem yngri systir lians hvílir í rúmi sínu og bíður hans. Er hún farin? spyr hún og horfir upp í tjaldmæninn; og brúðan hennar ofan á sænginni horfir líka upp í tjaldmæninn. FÉLAGSBRÉF 31

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.