Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 39

Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 39
veit það ekki, hefur aldrei farið hann á enda. Og hvarf ekki hlíðarvegurinn út í óvissu allt að einu og fljótið? Var fljótið ekki spegilgljáð og blátt eins og heiðasti himinn þennan dag og tíbrá yfir fjarlægum og heitum sandi? Fljótið mundi verða systur hans blíð- lynt og miskunnsamt, fara vel með hana. Þótt einhvers staðar drægi sennilega til strengs og flúðar, mundi það vagga kænunni svo að hún yrði þess naumast vör og fleyta henni yfir hlöndugular iður og bláa og tæra berg- vatnsglugga, þar sem sæist til botns •og telja mætti rauða og bláa og hvíta steina, eins og í stóra glugganum fram af Gerðishúsinu, þar sem Sortu- lækurinn olnbogaði sig frá landinu og út í fljótið. Kannski yrði þeyrinn, heit- ur af engjunum, sótthitarjóðum vöng- um systur hans nærgætnari en gustur- Wn úr fjallskörðunum, kældur af jökulfönnum. En skyldu svona græn °g heit engi fylgja fljótinu dalinn á onda? Alla leið til þorpsins? Drengur- ]nn veit það ekki, þekkir aðeins engið heima, og það gengur í bylgjum þenn- un dag undan þeynum, sem ber með ser ilm og angiljur blóma úr hlíð og holti niður í naustið til hans. Þar niðri sækir hann í sig veðrið, tuskast í úfinkolli drengsins, blæs út stöguðu skyrtuna hans og hverfur svo þusandi °g niðandi út yfir fljótið. Guð gefi, að hann leggi ekki mýrar- þokuna yfir fljótið með kvöldinu, hef- Ur drengurinn upp eftir móður sinni; ^dr föðurnum: Hún er vel dúðuð. Bæði eru þau löngu horfin. Seint og um síðir röltir drengurinn upp úr naustinu og upp með læknum, ekki tröðina; hann ætlar ekki heim; hann sefur í tjaldi. Uppi með læknutn drúpir dúnurtin höfði fram af bakk- anum, speglar hýðið í vatninu, dumb- rautt eins og blóðdropi, sem tognað hefur og stirðnað áður en hann náði að falla. Við lækinn er líka maríu- stakkurinn; hann hefur leynzt sláttu- manninum sumarlangt. Og maríustakk- urinn mænir hlíðuaugum á drenginn um leið og hann öslar hjá. Lækurinn streymir gegnum Leyn- inn, þar sem tjaldið stendur, djúpa og skjólsama hvilft í suðurtúnið. Margt sumarkvöldið hefur lækurinn sungið drenginn og systur hans í svefn, og hann hefur líka vakið þau að morgni. Og vindurinn hefur spilað undir á tjaldstögin kynlegar lagleysur og gert allt, sem í hans valdi stóð, til þess að yfirgnæfa þrálátan hósta syst- urinnar, sótthitastunurnar. Og drengur- inn hefur líka tekið undir á munn- hörpuna sína, sem er rauð og blá og hýr yfir tónum, sem aldrei hljóma einir sér, aldrei stakir, heldur fylgjast margir að og líkjast víravirki úr tón- um. Og drengurinn hverfur inn í tjaldið í Leyninum, þar sem yngri systir lians hvílir í rúmi sínu og bíður hans. Er hún farin? spyr hún og horfir upp í tjaldmæninn; og brúðan hennar ofan á sænginni horfir líka upp í tjaldmæninn. FÉLAGSBRÉF 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.