Félagsbréf - 01.10.1965, Side 26
væru fáanlegar til afnota bækur, sem
ekki varð ætlazt til, að lestrarfélög ein-
stakra sveita gætu aflað sér —- og þá
ekki sízt erlendar. í Sunnlendinga-
fjórðungi mun Landsbókasafninu hafa
verið ætlað að gegna þessu hlutverki,
þó að raunar væri því einkum ætlað að
vera safn alls landsins, safna bókum
og handritum, sem gætu komið öllum
þeim landsmönnum að gagni, sem
stunduðu fræðaiðkanir, er krefðust mik-
ils og margvíslegs bókakosts, en svo
sem alkunnugt er, var Landsbókasafnið
stofnað árið 1816. Auk amtsbókasafna
og lestrarfélaga voru víða um land
stofnnð sýslubókasöfn, og var lagt á
það mjög mikið kapp í sumum sýslum
að afla þeim merkilegs bókakosts, og
víst er unr það, að bæði þau og lestrar-
félögin höfðu mikil menningarleg og
félagsleg áhrif, sem til má rekja margt
mjög verðmætt á vettvangi bókmennta-
legrar og þjóðfélagslegrar þróunar.
Fram að því, að almenn skóla-
skylda var lögboðin hér á landi á fyrsta
áratugi þessarar aldar, fékk allur
þorri manna ekki aðra fræðslu en þá,
sem heimilin —- að nokkru með aðstoð
merkra klerka — gátu veitt þeim og
þeir fengu síðan öðlazt af sjálfsdáðum
úr þeim bókum, sem þeim tókst að afla
sér, en auðvitað var sú fræðsla mjög
takmörkuð, enda misjafnt þá eins og
nú, hve menn voru fróðleiksfúsir og
lögðu mikið að sér til að verða sér úti
um þekkingu. En sjálfsfræðslan hafði
þó um aldir reynzt þjóðinni veigameiri
stoð en ef til vill nokkurri annarri
þjóð, sem sagan kann skil á. Hún hafði
verið hollur verndari íslenzkrar tungu
og þeirra menningarerfða, sem nærðu
vitund þjóðarinnar um að hún væri sér-
stök þjóðarheild —- og gæddu hana þeim
andlegum metnaði, sem fékk því áork-
að, að margur kotungur í tötrum var
höfðingi í hugsun. Og á 19. öldinni
fékk þjóðin reynslu af því, að með hjálp
almenningsbókasafns, gátu menn aflað
sér bóklegs fróðleiks, sem var þeim
ómetanleg stoð í viðleitni þeirra til
aukins víðsýnis og almenns þroska.
Þegar skólaganga í einhverri mynd,
varð lögbundin skylda, liafði fyrir
nokkru hafizt allvíðtæk breytiþróun í
atvinnuvegum íslendinga. Sjávarút-
vegurinn hafði færzt í aukana og tók
í sína þágu meiri tækni en áður hafði
þekkzt í atvinnuvegum þjóðarinnar.
Hann krafðist aukins mannafla og
gerði fátæku fólki fært að stofna heim-
ili, án þess að það aflaði sér jarðnæðis
og bústofns. Ennfremur gaf hann dug-
andi mönnum og framsæknum vonir
um efnahagslegt gengi, þótt þeir færu
snauðir úr föðurgarði. Fólk fluttist
því úr sveitunum að sjávarsíðunni,
enda flest í búskaparháttum bænda með
sama eða svipuðu sniði og það hafði
verið um aldir — og þessi þróun hef-
ur haldið áfram, hvort sem ráðandi
mönnum hefur líkað betur eða verr,
en eitt af því, sem þótti ótvíræður kost-
ur við búsetu í þorpum og bæjum, var
hinn mikli munur á skólagöngu og
fræðsluskilyrðum þar og í sveitunum,
enda hafði sú orðið raunin, að þjóðin,
18 FÉLAGSBRÉF