Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 56
finnst mér það ávinningur, að Indriði
fór nýja leið af mikilli dirfsku, skrif-
aði fyrstu íslenzku nútímaskáldsöguna,
þar sem sterkra áhrifa gætti frá hin-
um „harðsoðna“ stíl Hemingsways og
fleiri Ameríkumanna, og lét sögu sína
„gerast í stílnum“. 79 af stöðinni var
einmitt ánægjulegur bókmenntavið-
burður á Islandi 1955, af því að ung-
ur höfundur fór þar nýjar leiðir. Mér
kæmi ekki á óvart, þó að hún yrði
síðar talin hafa markað nokkur tíma-
mót.
Vinsældir sögunnar hafa orðið mikl-
ar á íslenzka vísu; hún hefur komið
út í þremur útgáfum, auk þess sem hún
var kvikmynduð sumarið 1962, eins og
flestum er í fersku minni. Og mér er
sjmrn: Er okkur ekki ávinningur að
því, að einhverjir þori að brjóta ný
lönd og færa út svið tungu og bók-
mennta, eins og ég tel, að Indriði G.
Þorsteinsson liafi tvímælalaust gert
með 79 af stöðinni, þó að þeir læri um
leið sittlivað af öðrum?
Þriðja bók Indriða, Þeir sem guð-
irnir elska, kom út árið 1957 og bar
undirtitilinn: Stuttar sögur. Þetta voru
tíu sögur, eins og í Sæluviku, og
stuttar sögur var e.t.v. meira réttnefni
en smásögur að því leyti, að í fæstum
þeirra var sögð saga, þar sem allir at-
burðir lniíga að einu miði og ákveð-
inni lausn, heldur hafði höfundurinn
þann hátt á, sem sumir nútímahöfund-
ar liafa tíðkað mjög um skeið: að
bregða ujjp stuttum, snöggum mvnd-
um með samtölum og nákvæmri lýs-
ingu ýmissa hluta og ytri fyrirbæra,
láta myndina sjálfa og drætti hennar
tala sínu máli. Annars er óþarfi að
fjölyrða um sögurnar í Þeir sem guð-
irnir elska. Þær báru þess merki, að
höfundurinn hafði víða farið, m.a. til
Kína og Bandaríkjanna, því að þrjár
þeirra gerast erlendis. Eins og endra-
nær, var sveitalífið lndriða mjög ná-
komið og söguefnin flest sprottin úr
jarðvegi, sem hann þekkti. Stíll sagn-
anna var sömu ættar og áður í 79 af
stöðinni, en fæstum komu þær á óvart,
sem fylgzt höfðu með Indriða fra
upjdiafi. Raunar voru þær flestar
betri en þær sögur, sem áður höfðu
hirzt eftir hann og einkum betur unn-
ar, en það var varla Iiægt að segja, að
þær bættu nýjum drætti í mynd höf-
undarins eða ykju miklu við liæð' hans.
Að sjálfsögðu voru þær misgóðar, en
sumar þeirra, eins og Að enduðum
löngum degi og I björtu veðri, eru að
mínum dómi góðar sögur, sú fyrr'
nefnda með beztu smásögum Indriða.
Önnur skáldsaga hans, Land og
synir, kom út haustið 1963. Það er
nær helmingi lengri saga en 79 ar
stöðinni og veigamesta verk Indriða til
þessa. í 79 af stöðinni hafði hann sagt
sögu sveitamanns, sem fluttur var a
mölina, en sneri lieim aftur. í Landi
og sonum, sem gerist norðanlands a
kreppuárunum eitt haust frá þvi að
göngur hefjast og fram í fyrstu snjoa,
segir hann hins vegar sögu ungs bonda-
sonar, sem ekki vill kjósa sér það hlut-
skijJti að halda áfram húskap á jór<-'1
44 FÉLAGSBRÉF