Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 24

Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 24
og einkum eftir heimsstyrjöldina fyrri — hefur hún með hverri nýrri kyn- slóð orðið meiri og meiri þáttur í fræðslukerfinu, og nú er svo komið þar og raunar í flestum jafnt austræn- um sem vestrænum menningarríkjuin í Evrópu, að sízt er lögð minni áherzla á almenningsbókasöfn en skóla. Þjóð- félagið verður sífellt margbreytilegra, ný viðhorf verða til á vettvangi menn- ingar- og félagslífs, atvinnulífið krefst æ meiri og víðtækari þekkingar á nátt- úrufræði og hvers konar tæknilegum nýjungum, og nú er stefnt að því, að þar sem skólunum sleppi, taki almenn- ingsbókasöfnin við, þar eð ráðandi mönnum er orðið ljóst, að í skólunum verður aldrei fengin sú hagnýt fræðsla, menningarleg, félagsleg eða tæknileg, að hún geti orðið mönnum einhlít á langri ævi. Hins vegar gera menn sér grein fyrir, að bókasöfnin geta ekki komið að viðhlítandi notum, nema grundvöllurinn að notkun þeirra sé lagður í skólunum. Þess vegna er nú lögð áherzla á að kenna börnum og unglingum að meta gildi bóka, afla sér í þeim heimilda um einstök atriði, sem verði síðan uppistaða í samfelldri þekkingu, og gera þeim það að eðli- legri og ljúfri nauðsyn að leita á vit bókanna til lausnar á margvíslegum viðfangsefnum og vandamálum, per- sónulegs og almenns eðlis. Þá verður það einnig ljósara og Ijósara með vax- andi velmegun, auknum tómstundum og síaukinni skemmti-fjölbreytni þeirra spákaupmanna, sem leita sér gróða í skemmtanaþörf borgaranna — og þá ekki sízt hinar uppvaxandi kynslóðar, — að vandfundin er sú tómstundaiðja, sem sé heillavænlegri en lestur bóka. Ég hef átt þess kost með nokkurra ára millibili, allt frá 1925, að kynn- ast af sjón og reynd þróun þessara mála á Norðurlöndum, og mér hefur ekki dulizt, að hún hefur verið ótrú- lega ör síðasta áratuginn. Hin nýju al- menningsbókasöfn í tiltölulega litlum horgum eru furðulega glæsilegar stofn- anir, þar sem lögð er jöfn áherzla á að laða og leiðbeina, húsin reist og innréttuð með það fyrir augum, að þau laði fólk á öllum aldri og séu þó sem hagkvæmust með tilliti til starfsmanna- halds. Þar eru fallegir útlánssalir, með sýnigluggum og sýnigrindum, þar sem raðað er tímaritum, blöðum og glæsi- legum bókum. Þar eru lessalir handa fullorðnu fólki, ævintýra- og mynda- bókaherbergi lianda litlum börnum, lessalir handa þeim, sem eldri eru orðin, tómstundastofur og föndurher- hergi, hljómplötudeildir með sérhæfð- um og mjög fullkomnum heyrnartækj- um, salir til myndasýninga, bókmennta- kynninga og umræðna um hvers konar mál, sem varða fræðslu og menningu, fræðaherbergi með lestækjum, stofur handa fræðsluhringum — og l°^s hvíldar- og vinnuherbergi handa bóka- vörðunum. Það er sem sé stefnt að þvl að gera almenningsbókasöfnin að menn- ingarmiðstöðvum handa þorra manna, eldri og yngri. Til þess að gefa nokkra hugmynd um, hvaða kröfur forvígis 16 FÉLAGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.