Félagsbréf - 01.10.1965, Page 24

Félagsbréf - 01.10.1965, Page 24
og einkum eftir heimsstyrjöldina fyrri — hefur hún með hverri nýrri kyn- slóð orðið meiri og meiri þáttur í fræðslukerfinu, og nú er svo komið þar og raunar í flestum jafnt austræn- um sem vestrænum menningarríkjuin í Evrópu, að sízt er lögð minni áherzla á almenningsbókasöfn en skóla. Þjóð- félagið verður sífellt margbreytilegra, ný viðhorf verða til á vettvangi menn- ingar- og félagslífs, atvinnulífið krefst æ meiri og víðtækari þekkingar á nátt- úrufræði og hvers konar tæknilegum nýjungum, og nú er stefnt að því, að þar sem skólunum sleppi, taki almenn- ingsbókasöfnin við, þar eð ráðandi mönnum er orðið ljóst, að í skólunum verður aldrei fengin sú hagnýt fræðsla, menningarleg, félagsleg eða tæknileg, að hún geti orðið mönnum einhlít á langri ævi. Hins vegar gera menn sér grein fyrir, að bókasöfnin geta ekki komið að viðhlítandi notum, nema grundvöllurinn að notkun þeirra sé lagður í skólunum. Þess vegna er nú lögð áherzla á að kenna börnum og unglingum að meta gildi bóka, afla sér í þeim heimilda um einstök atriði, sem verði síðan uppistaða í samfelldri þekkingu, og gera þeim það að eðli- legri og ljúfri nauðsyn að leita á vit bókanna til lausnar á margvíslegum viðfangsefnum og vandamálum, per- sónulegs og almenns eðlis. Þá verður það einnig ljósara og Ijósara með vax- andi velmegun, auknum tómstundum og síaukinni skemmti-fjölbreytni þeirra spákaupmanna, sem leita sér gróða í skemmtanaþörf borgaranna — og þá ekki sízt hinar uppvaxandi kynslóðar, — að vandfundin er sú tómstundaiðja, sem sé heillavænlegri en lestur bóka. Ég hef átt þess kost með nokkurra ára millibili, allt frá 1925, að kynn- ast af sjón og reynd þróun þessara mála á Norðurlöndum, og mér hefur ekki dulizt, að hún hefur verið ótrú- lega ör síðasta áratuginn. Hin nýju al- menningsbókasöfn í tiltölulega litlum horgum eru furðulega glæsilegar stofn- anir, þar sem lögð er jöfn áherzla á að laða og leiðbeina, húsin reist og innréttuð með það fyrir augum, að þau laði fólk á öllum aldri og séu þó sem hagkvæmust með tilliti til starfsmanna- halds. Þar eru fallegir útlánssalir, með sýnigluggum og sýnigrindum, þar sem raðað er tímaritum, blöðum og glæsi- legum bókum. Þar eru lessalir handa fullorðnu fólki, ævintýra- og mynda- bókaherbergi lianda litlum börnum, lessalir handa þeim, sem eldri eru orðin, tómstundastofur og föndurher- hergi, hljómplötudeildir með sérhæfð- um og mjög fullkomnum heyrnartækj- um, salir til myndasýninga, bókmennta- kynninga og umræðna um hvers konar mál, sem varða fræðslu og menningu, fræðaherbergi með lestækjum, stofur handa fræðsluhringum — og l°^s hvíldar- og vinnuherbergi handa bóka- vörðunum. Það er sem sé stefnt að þvl að gera almenningsbókasöfnin að menn- ingarmiðstöðvum handa þorra manna, eldri og yngri. Til þess að gefa nokkra hugmynd um, hvaða kröfur forvígis 16 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.