Félagsbréf - 01.10.1965, Qupperneq 38

Félagsbréf - 01.10.1965, Qupperneq 38
GUÐMUNDUR FRÍMANN Mýrarþoka 1 Á Maríumessu hinni fyrri róa þeir með hana niður fljótið, og drengnum sýnist flatbytnan, sem er lítið Iengri en börurnar, sem hún hvílir á, hverfa inn í víðinesið út og yfir frá bænum. Foreldrarnir horfa líka á eftir henni og sjá hana hverfa, og þau horfa þannig, að hvorugu virðist detta í hug, að hún komi aftur. Það, sem fljótið á annað borð ber til strandar, á ekki afturkvæmt. Þetta er í fyrsta skipti í sögu fljótsins að bát er róið eftir því niður til þorpsins við ósinn. Það er hvítasólskin og landsunnan- átt þennan síðsumardag. En jafnvel, þótt þeyrinn sé hlýr og blandinn megnri heiðaangan segir móðirin á eftir bát- kænunni: Guð gefi, að hann leggi ekki mýrar- þokuna yfir fljótið með kvöldinu. Og æðaberar og kræklóttar hendur henn- ar krossvefjast um hrukkótt og skorp- in brjóstastæðin undir gráu þríhyrn- unni, eins og mýrarþokan sé þegar tekin að næða um hana. Hún segir þetta bara til að segja eitthvað. Hún er vel dúðuð, segir faðirinn og spýtir fram af bakkanum í iðuna. Flatbytnuna hlýtur að hafa borið langvegu með hægum, en þungum straumi fljótsins og fram hjá mörg- um víðinesjum, þegar þau rölta í heimáttina eftir tröðinni, móðirin ör- lítið hvarmarauð og voteygð, kannski vegna kulsins, faðirinn lotinn og und- arlega fjölþreifinn um blöndustrokk- inn og humalinn í traðarveggnum. Drengurinn situr eftir í auðu naust- inu, brúnni vaglskoru í fljótsbakkann og heyrir, hvernig áraglamið fjarlæg- ist smám saman, þar til það hverfur með öllu. Eftir það heyrir hann að- eins rísl vindsins í grasinu, skvolp- hljóð fljótsins undir holbakkanum og örðu hverju einmanalegt baul handan yfir eða væl kjóans ofan af enginu. Það er eins og komið sé fram á haust. Drengurinn í naustinu lætur hugann reika, spyr svarlausra spurninga. Þeir dagar koma stundum í lífi ungra drengja, þegar einskis svars er að vænta, þótt spurt sé endalaust. Þessi Maríumessudagur er einn þeirra. Hvers vegna fóru þeir ekki með hana alfara- leið til þorpsins, hinn óræða og leynd- ardómsfulla veg út með allri fjalls- hlíðinni? Kannski var hlíðarvegurinn, sem allir fóru, of hrjúfur og of krók- óttur, þegar hún á í hlut. Drengurinn 30 FÉLAGSBRÉF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.