Félagsbréf - 01.10.1965, Side 19
Dr. Alexander Jóhannesson
Kveðja jrá Almenna bókafélaginu
Dr. Alexander Jóhannesson, fyrrverandi háskólarektor, lézt 9. júní
s.l. Idann var einn þeirra manna, sem stóðu að stofnun Almenna bóka-
félagsins fyrir röskum tíu árum, var í stjórn þess frá upphafi og lét
sér alla tíð mjög annt um vöxt þess og viðgang. Á því félagið honum
miklar þakkir að gjalda og kveður hinn látna heiðursmann með söknuði.
Slarfsævi dr. Alexanders hófsl um svipað leyti og ísland endur-
heimti fullveldi sitt. Sá mikli sigur, sem þá hafði unnizt, hleypti ung-
um mönnum kappi í kinn og efldi vilja þeirra til að vinna þjóð sinni
það gagn, er þeir mættu. Þessi kynslóð, sem var nýstigin út úr gamalli
fortíð, kunni enn skil á baráttu feðra sinna og varð af þeim sökum
uæmari en ella á skyldurnar vio þjóðerni sitt og þjóðfélag. Vera má, að
í mörgu brjósti hafi sá eldmóður, sem fullveldistakan vakti, átt sér æði-
skamman aldur, en svo var ekki um dr. Alexander Jóhannesson. í
hjarta hans logaði eldur áhugans fölskvalaust til síðustu stundar. Hon-
um var það ævihugsjón að koma þjóð sinni til þroska og gera lilut
hennar sem mestan í öllum efnum. Þess vegna undi hann flestum verr
hvers konar undanslætti frá réttindum hennar og hagsmunum, og hon-
um var að sama skapi sú raun sárust, þegar þjóðin brást heilbrigðum
oietnaði sínum og sjálfsvirðingu.
Dr. Alexander hafði mætur á fögrum bókmenntum, einkum skáld-
skap í bundnu máli, og lcitaði sér þar hvíldar í strjálum tómstundum.
h-n að langmestu leyli sncrust ritstörf hans um málvísindi, germönsk
FÉLAGSBRÉF 11