Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 30
skyldi skipaður fulltrúi í skrifstofu
fræðslumálastjóra, sem sjá skyldi um
framkvæmd laganna og hafa á hendi
eftirlit með rekstri og starfsháttum al-
menningsbókasafna, og eins og kunn-
ugt er, var ég skipaður í það starf.
VI.
Rckslur og nolkun
almenningsbókasafna 1956—’63.
Árið 1955 voru starfrækt 5 bæjar-
hókasöfn utan Reykjavíkur, 3 amts-
bókasöfn, sem voru í rauninni ekki
lengur það, sem nafnið hendir til —
og 3 sýslubókasöfn — eða alls 12
meiriháttar söfn, að Ræjarbókasafni
Reykjavíkur meðtöldu. Landinu var
með lögunum frá 1955 skipt í 31 bóka-
safnshverfi, og skal eitt meginsafn
vera í hverju þeirra. Fjögur eru ein-
göngu bæjarbókasöfn, 10 eru bóka-
söfn þess bæjar, sem þau eru í, og
auk þess héraðsins í kring, og 17 eru
livort tveggja í senn, sveitar- og hér-
aðsbókasöfn. Engin liinna meiri liátt-
ar safna nutu teljandi ríkisstyrks fram
að árinu 1956, og um fjárhag þeirra
og rekstur var ekki safnað skýrslum.
Árið 1955 reyndust styrkhæf 167
lestrarfélög í 149 hreppum. Þau höfðu
öll sent greinilegar skýrslur um fjár-
reiður sínar og útlán bóka. Af þeim
urðu 10 stofn að héraðsbókasöfnum,
samkvæmt lögunum um almennings-
bókasöfn. Síðan 1955 liafa sveitar-
bókasöfn og lestrarfélög orðið flest
22 FÉLAGSBRÉF
203, en nokkur þeirra hafa hætt störf-
uin sakir mannfæðar í hreppunum,
búsnæðisleysis eða skorts á mönnum,
sem vildu leggja á sig að annast þau
án minnstu þóknunar. Þá vill og
brenna við, að ekki fáist árlega skýrsl-
ur frá öllum þeim sveitarbókasöfnum
og lestrarfélögum, sem starfrækt eru,
og einnig kemur fyrir, að starfræksla
fellur niður eitt eða tvö ár sakir skorts
á húsnæði eða bókavörzlu. Venjulega
berast skýrslur árlega frá aðeins 180
til 190 sveitarbókasöfnum og lestrar-
félögum í 160 til 170 hreppum. Tveir
hreppar í Mýrasýslu liafa sameinazt
um bókasafn og tveir í Árnessýslu.
Þá hafa alls 13 hreppar falið héraðs-
bókasöfnum að rækja það hlutverk,
sem ætlað er sveitarbókasöfnmn, og í
17 hreppum cru bókasöfnin hvort
tveggja í senn, sveitarbókasafn síns
heimahrepps og liéraðsbókasafn allra
hreppanna í bókasafnshverfinu. í tveim-
ur hreppum, öðrum í Suður-Múlasýslu
og hinum í Árnessýslu luifa hrepps-
nefndir aldrei fengizt til að sinna skvld-
um sínum um rekstur bókasafns, og
úr einum hreppi Vestur-Isafjarðarsýslu
hafa aðeins einu sinni borizt skýrslur
og reikningar. En á þessu eiga sökina
hirðulausir oddvitar, en ekki hrepps-
nefndirnar sem heild, þótt þær skorti
röggsemi til að taka ráðin af oddvit-
unum.
I árslok 1955 var bókakostur starf-
andi bæjar- og héraðsbókasafna sam-
tals 248.500 bindi, en sveitarbókasafna
205.000 — eða alls 453.500 bindi. I