Félagsbréf - 01.10.1965, Síða 42

Félagsbréf - 01.10.1965, Síða 42
drengurinn. Og vertu nú dugleg að frískast, svo að hún verði glöð, þegar hún kemur. En hún kemur aldrei. Jújú. En hvenær? Ég veit það ekki; kannski pabbi viti það. Sömu spurningar og sömu svör, löngu eftir að eldri systirin er komin utan úr þorpinu; löngu eftir að hún er komin suður í garð. Vegurinn í garðinn liggur yfir ill- færa ása, þar sem lyngflókinn og hríslubbinn standa uppi í hárinu hvor á öðrum yfir þveran veg, djúpan og myrkan skorning, sísleipan og mor- andi af sniglum og ókindarlegum pöddum, sem aldrei hafa séð til sólar. Og vegurinn í garðinn liggur líka yfir skuggalegan fenjaflóann, þar sem und- irheimakvikindin glápa á vegfarendur úr hverri botnleysunni annarri hrylli- legri. Þetta er enginn vegur fyrir kerru og klár, öðru nær. Enda er eldri systir- in flutt á kviktrjám í síðustu för sinni að heiman. Það marrar dauðalega í þeim, þegar klárarnir tveir kjaga með kistuna suður og inn yfir ásinn og yfir flóann. Það er engin liætta á, að foreldrarnir og vinnumaðurinn og frænka gamla dragist aftur úr. Klár- arnir fara naumast fetið; þannig er vegurinn. Það er eins og hríslubbinn og lyngflókinn hjálpist í bróðerni að við að rífa í sig fætur kláranna; þeir sjást ekki ásinn á enda. Heima í tjaldinu situr drengurinn og gætir yngri systur sinnar. Jarðar- farir eru ekki nein jólaboð unguin drengjum. IJt úr tjaldinu í Leyninum hljóma tónar munnhörpunnar yfir haustsölnað túnið, upp í nepjugrátt loftið. Það er eins og ekkert markvert hafi gerzt á bænum, ekkert sé að gerast, allir séu heima, engin jarðarför, bara hvun- dagur. Einu sinni, aðeins einu sinni, verð- ur drengnum litið út um tjalddyrnar, sem að sjálfsögðu vísa í átt læknidóms og sólar. Þá er hún að hverfa suður af ásnum; hestarnir að mestu komnir i hvarf; kistan eins og rórillar af sjálfs- dáðum eftir svartri hrísröndinni, þar sem liana ber við bleika fjallshlíðina að baki. Fjögur höfuð fylgja. Drengur- inn þekkir gráa þríhyrnu frænku gömlu á því afasta. Hún hefur dregizt aftur úr, orðin þreytt og mæðin af eldhúsreyk langrar ævi. Svo hverfa þau suður af ásnum. Og haustkulið stendur beint af fjallinu, hlíðin eins og bleikur múga- sjór eða eins og öldurnar, sem ganga þvert á fljótið, en hraðstreymari. Á hrísásnum er eins og kraumi í biki, sem ekki er hreinsvart lieldur blásvart. Drengurinn lætur tjaldhyrnuna falla að súlu og reimar tjaldið aftur. Hvað sérðu? spyr systirin veikum rómi. Ekkert sérstakt, svarar drengurim'- Hví kemur ekki mamma? Hún kemur bráðum; hún er að lúka 34 FÉLAGSBRÉF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.