Félagsbréf - 01.10.1965, Side 47
Bókin er 330 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðju Hafnarfjarðar hf., en bundin
í Félagsbókbandinu hf. Kristín Þorkelsdóttir teiknaði kápu og titilsíðu.
Breyskar ástir
Breyskar ástir eftir Óskar Aðalstein, er októberbók AB. Óskar Aðalsteinn er
höfundur, sem óþarfi er að kynna íslenzkum lesendum, en hann hefur skrifað
fjölda skáldsagna. Þetta er fyrsta bókin, sem AB gefur út eftir Óskar Aðalstein.
Breyskar ástir er haglega gerð og hressileg saga. Söguhetjan, Jónatan hóndi í
Ytridal, er vilja- og fjörmaður, sem ann gróðri jarðar og tímgun dýra og
mannlífs og verst af þráa og þrótti gegn straumi tímans, sem ber börn hans
hurt úr dalnum í hið sívaxandi Iíf og fjör í þorpinu í næsta firði. En þar sem
liann er enginn búri, er hann ekki ónæmur fyrir iðandi lifi breytinga og byltinga;
í öðru nýtur hann alls hins nýja, enda er hann svo veikur fyrir kvenlegu fjöri
og fegurð, að þótt hann unni konu og börnum ekki síður en jörðinni sinni
og gróðursælum dalnum, liggur við að hann, maður roskinn og ráðsettur, lendi
í ástarævintýri í sjálfum Bændakastalanum, þegar hann uppflosnaður tekur þar
þátt í stofnun átthagafélags Ytridælinga, sem fæstir hafa nokkurn tíma í Ytri-
dal komið. Sagan morar af ólikum og lífi gæddum körlum og konum, og jafnt
ungir sem gamlir munu una sér í félagsskap þeirra með Jónatan sem leiðtoga.
Breyskar ástir er 213 bls. að stærð, prentuð í Steindórsprenti hf., en bundin
í Félagsbókbandinu hf. Kápu og titilsíðu teiknaði Kristín Þorkelsdóttir.
JVótt í Lissabon
Meðal útgáfubóka AB nú fyrir jólin er skáldsagan Nótt í Lissabon eftir
Erich Maria Remarque.
Höfundur sögunnar gat sér heimsfrægð kornungur fyrir skáldsögu sína
TíSindalaust á vesturvígstöðvunum. Fjallar hún um líf hins óbreytta hermanns í
heimsstyrjöldinni fyrri og er talin meðal sígildra skáldsagna í heimsbókmennt-
Unum. Síðan hefur Remarque ritað alls níu skáldsögur, sem allar hafa verið í
fremstu röð metsölubóka. Á það ekki sízt við um hina síðustu þeirra, Nótt í
Lissabon, sem af ýmsum hefur verið talin fremsta verk höfundarins.
Nótt í Lissabon er umfram allt ástarsaga, en í flestu tilliti ærið óvenjuleg.
Hún gerist meðal landflótta fólks í síðustu styrjöld og baksvið hennar er Evrópa
stríðsáranna, hinn hrottalegi heimur ótta og upplausnar, þar sem hver mannleg
kennd virðist koma nakin til dyra í hvert sirtn sem kastljós viðburðanna klýfur,
Lvasst eins og elding, þessa örlaganótt.
Nótt í Lissabon er ógleymanleg saga, í senn fögur og átakanleg, mögnuð