Félagsbréf - 01.10.1965, Page 51

Félagsbréf - 01.10.1965, Page 51
Söngdrykkja Drengurinn söng af slíkum móði í lúður sinn að hann hófst yfir ströndina, og augu hans léku sér niðrí undirdjúpum þar sem dundu hofmóðugir ljóðatónar og stefjur liðu um sál hans fuglar mikilla vængja reikandi af söngdrykkju. Dúett Hafið söng miklum huga: ía ía! Og drengurinn svaraði á pípu sína: Yndi er að heyra hvernig þú hagar orðum! Hafið umdi af gáfum: ía ííía! Og þá söng drengurinn frá sér numinn á lúður sinn: Ia íííía!

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.