Félagsbréf - 01.10.1965, Síða 59

Félagsbréf - 01.10.1965, Síða 59
óþekkt meðal norrænna höfunda (ann- arra en höfunda Islendingasagna). Norrænir rithöfundar hafa miklu frem- ur skrifað sögur sínar frá sjónarmiði sögumannsins, sem alltaf öðru hvoru gægist sjálfur fram og leggur þá áherzlu á allt önnur atriði en fyrr- greindir höfundar, eins og við þekkj- um hezt úr okkar eigin bókmenntum. Þó að það sé ekki nákvæm skilgrein- ing, er ekki fráleitt að segja, að sög- ur þeirra séu kyrralífssögur, þar sem hinar eru aftur á móti hreyfingarsög- ur. Svo að nefndir séu sem fulltrúar tveir frægir stílsnillingar, má kenna Hamsun við kyrralífssöguna, en Hem- mgway við hreyfingarsöguna. En því aðeins hef ég gert þetta að umtalsefni, að ég álít, að það skapi Indriða G. Þorsteinssyni algera sérstöðu meðal islenzkra rithöfunda, að liann þverbrýt- ur hina norrænu kyrralífshefð í bók- menntum okkar og þá einkum með 79 af stöðunni, sem var dæmigerð hreyf- mgarsaga af ameríska skólanum. Hið sama má segja um margar af smásög- um hans og Land og syni að verulegu leyti, en hún er þó ekki eins hrein- ræktuð. Annað atriði, sem veldur sérstöðu Indriða og stendur í nánum tengslum Vlu þau mismunandi sjónarmið, sem ég gat um, er stíll hans, sem hér hefur Verið umdeild nýjung. Hann á að sjálfsögðu rót sína að rekja til Hem- mgsways, sem frægastur allra ensku- mælandi manna hefur orðið af sínum ”harðsoðna“ stíl, en engum íslenzkum rithöfundi hefur hann orðið frjórri til eftirbreytni en Indriða, þó e.t.v. megi benda á dæmi um áhrif þessa stíls á fleiri hérlenda höfunda annað hvort beint eða fyrir milligöngu Indriða. En mér er kunnugt um, að Indriði hefur lagt sig talsvert eftir mörgum banda- rískum höfundum frá þessari öld öðr- um en Hemingway, og því má ekki gleyma, að í þeim hópi eru menn eins og Sherwood Anderson, Jolin Stein- beck, Erskine Caldwell og William Faulkner og jafnvel James M. Cain og James T. Farrell. Það, sem lndriði G. Þorsteinsson hefur lært og þegið af bandarískum höfundum, er því frá fleirum en einum runnið, og Land og synir sýnir bezt allra verka hans, að þau álirif hafa nú runnið í jákvæðan farveg og eru orðin nýtt og frjótt afl í íslenzkum bókmenntum. Jafnaldrar Indriða og raunar lang- flestir núlifandi rithöfundar okkar, sem eitthvað kveður að, hafa undan- farin ár verið furðanlega ragir við að sækja söguefni sitt beint í daglegt líf nútímans á íslandi, líf sinnar eigin kynslóðar síðustu 10—20 árin og jafnvel lengur. Æðasláttur líðandi stundar hefur sjaldnast kristallazt í verkum þeirra jafnóðum. Merkilegar skáldsögur þessa árabils eru ekki ýkja margar og fjalla áreiðanlega fleiri um tíma, sem nú eru orðnir okkur all- fjarri, sumar jafnvel um löngu liðinn tíma (t.d. Ger])la og Sonur minn Sin- fjötli). Margar smásögur eru auðvitað til, sem sprottið liafa úr jarðvegi síð- FÉLAGSBRÉF M
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.