Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 75

Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 75
Eitt atvik ber hátt í lífi Jims á Lin- koln-árum hans. Hann fer í leikhúsið með Lenu Lingard og sér „Kamelíu- frúna“. Svo er um þetta einstaka sögu- atvik, — sem og mörg önnur í sögum Willu Cather — að það vex áreynslu- laust út yfir sjálft sig til táknrænnar merkingar. Leiksýningin er handahófs- leg, lekararnir aflóga, en leikurinn grípur Jim töfratökum. Þessi glitrandi blekking verður til að móta kjarna alls þess, er hann óskar sér, þegar hann heldur austur á Harvard-háskóla til framhaldsnáms —- og er þá að fjarlægj- ast æskustöðvarnar og hverfa aftur á vit þeirra hugrænu og listrænu hluta, sem heimabyggð hans hefur látið að baki eða á aðeins í eftirlíktri og afbak- aðri mynd. Vert er að veita því eftir- tekt, að þegar Jim Burden fer frá Nebraska, fylgir honum hlekking á leið. Fjórða „hókin“ leiðir oss aftur til Black Hawk og á fund Antóníu. Eftir tveSgja ára nám við Harvard kemur Jim heim í sumarleyfi og fréttir þá, að Antónía hafi hlaupið burt með Iestar- stjóra nokkrum, verið svikin og yfir- gefin af honum, komið til baka heim a býli Ambrozar bróður síns, alið þar barn og unnið síðan eins og karl- maður á ökrum úti. Mótsetningin milli börmulegra ófara hennar og vaxandi uPpgangstækifæra hans er gerð af asettu ráði; sama er að segja um það snillibragð, að láta Jim nálgast An- tóníu smátt og smátt, fyrst óbeinlínis N rir sögurnar, sem bæjarbúar segja af henni, og síðan, en ekki fyrr, í eigin persónu. Af sögutæknilegum ástæðum hafði höfundur látið bera sundur með þeim í þriðju bók. En þegar Jim fer loksins að finna hana úti á býlinu, grær um heilt á milli þeirra. I lífinu halda þau áfram að ganga sína göt- una hvort, en nú hafa þau aftur fundið „gömlu dagana“, sem þau áttu saman — hluti, sem Antóníu væri, þegar hér er komið sögu, óbærilegt að glata. „Mér líkar að vera þar sem ég þekki hvern hálmköst og hvert tré, og þar sem landið allt er vingjarnlegt,“ segir hún. Hún er bundin landinu hollustu- böndum, — hún er landið, næstum því að segja — en leið Jims liggur til lagaskólans og síðan til starfa og um- hverfis, sem hún getur enga hugmvnd gert sér um. Hér er það enn, að Willa Cather grípur mikilvægt stundaratvik og klæðir það í líkingu af gagnverk- andi speglun, til að sýna bæði það, sem ólíkt er um þau, og hitt, sem tengir þau traustum böndum og inni- legum: „Meðan við vorum að ganga heimleiðis yfir akurinn, var sólin að setjast og lá eins og gullinn knöttur lægst í vestri. En meðan hún dokaði þar, kom tunglið upp, á stærð við vagnhjól, si'lfurfölt og dregið róslitum rákum, glært eins og vatnsbóla eða urðar- máni. f fimm, kannske tíu minútur hvildu þessir tveir ljósvaldar hvor á sinni þröm jarð- ar og horfðust á yfir hið slétta land.“ „Ég kem aftur,“ segir Jim, þegar hann kveður Antóníu, og hún svarar: „Ef til vill gerir þú það. En jafnvel þó að þú gerir það ekki, þá verðurðu FÉLAGSBRÉF 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.