Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1893, Blaðsíða 50
46
1860—1870 og 1870—1880, en allt af minna og minna, og árin 1880—1890 er fólkafjöldinn
farinn að aukast (0,2 p. c.). Suður-Múlasýslu hefur allt af farið fram á sama tímabili
(1860—1870 0,5 p. c., 1870—1880 3,5 p. c. og 1880—1890 11,6 p. c.) jbess er vert að
geta um þessar tvær sýslur, að þær eru þær einu, sem hafa verið í stöðugri framför alla
þessa þrjá áratugi, en öllum öðrum sýslum á landinu hefur farið aptur, annaðhvort með
beinni fækkun éða tiltölulega, einn eða fleiri af áratugunum.
það hefur hingað til verið talið, að ísland væri 1867,3 Jandfræðislegar mílur að
stærð, og var þetta byggt á ritgjörð í skýrslum um landshagi á íslandi 1. b. 5,: »Um
stærð íslands«, eptir Halldór Guðmundsson. En nú hefur Eoy. Geogr. Soc. of London
gjört nýja stærðarmælingu eptir uppdrætti Islands, og komizt að annari niðurstöðu, sem
hefur verið tekin upp í allar heldri handbækur f landafræði og er talin rjett af landfræð-
ingum.
Samkvæmt henni verður að telja stœrð Islands 1903 geografiskar ferhirningsmílur
eða 104785 d kílómeter. Hagfræðisstofan hefur nú, með því að leggja þessa tölu til
grundvallar, lagfært að föngum tölur þær um stærð á ömtum og sýslum á Islandi, sem
byggt er á í athugasemdum við fólkstalsskýrslurnar 1880, og er gengið út frá því, að
villan í aðaltölunni skiptist nokkurn veginn jafnt niður á sýslurnar, með því að þær
liggja allar að sjó, en mismunurinn á stærðarútreikningnum á rót sína í mismun á út-
reikningi strandlínunnar. f>ótt nú ætla megi, að það sje ekki nákvæmt að skipta vill-
unni jafnt niður á sýslurnar, einkum vegna þess, að það hefur ekki verið jafnerfitt al-
staðar, að reikna út strandlínuna, og því minni líkindi til þess, að villur bafi orðið á
einum stað en öðrum, þá er þó þessi aðferð vafalaust hin eðlilegasta, þegar ekki er kost-
ur þess að reikna upp stærð hverrar einstakrar sýslu eptir landabrjefinu, eða sjávarmáls-
lengdina í hlutföllum við stærð hverrar sýslu. En það liggur fyrir utan verkahring hag-
fræðisstofunnar. Villan getur annars ekki verið svo stór, að hennar gæti verulega; að
eins ber þess að gæta, að tugabrotin geta ekki talizt fullkomlega nákvæm. En við þetta
bætist, að takmörkin milli sýslanna uppi í landinu og takmörkin milli byggða og óbyggða
verða að álítast í meira lagi óákveðin, og er hin síðarnefnda skipting sumpart gjörð eptir
ágizkun.