Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1893, Blaðsíða 111
107
Athugasemdir-
Verzlunarskýrslum þeim, sem að framan eru prentaðar, skal taka fram til skýr-
ingar það, sem hjer segir:
1. Aðfluttar vörur.
I dálkinum „aðrar komtegundir" eru taldar allar þær korntegundir, sem eigi eru
áður nefndar, malaðar og ómalaðar, svo sem malt, mais, hveitigrjón, bygggrjón, hafra-
grjón, byggmjöl, haframjöl o. fl.; enn fremur salep og sagógrjón.
Með „niðursoðnum mat“ er átt við sardfnur, humra, niðursoðið kjöt, kjötextrakt,
lax o. fl.
Með „kaffirót" er einnig talinn allskonar kaffibætir, svo sem export-kaffi, malað
kaffi o. fl.
í dálkinum „ýmsar nýlenduvörur“ eru taldar þær af slíkum (colonial-) vörum, sem
ónefndar eru í dálkunum á undan, svo sem rúsínur, sveskjur, gráfíkur, sjokolade og
allskonar kryddjurtir t. d. allehaande, engifer, kanel, cassia, lignea, nellikker, pipar,
carpemomme, múskat, hnetur, vanille, sennep o. fl.
Með ,,reyktóbaki“ hafa brjefvindlar (cigaretter) verið taldar en eigi með tóbaks-
vindlum.
Með „öðrum drykkjarföngum“ eru að eins óáfengir drykkir taldir svo sem lemonade
allskonar, ölkelduvatn, mineralvatn, t. d. sodavatn o. fl.
Með „Ijerepti úr bómull og hör“ er talinn segldúkur, boldang, strigi og allskonar
sirtz o. fl.
Með ,,öðrum vefnaði“ er átt við allar þær vefnaðartegundir, sem eigi gátu talist
með í næstundanförnnm þremur dálkum og heldur eigi mátti heimfæra undir tilbúinn
fatnað.
Með ,,tilbúnum fatnaði“ hafa meðal annars verið talin hófuðföt alls konar, sjöl,
treflar og klútar, allskonar skófatnaður o. s. frv.
Með „sápu“ er einnig talinn soda og stívelsi.
Með ,,trjeílátum'• eru taldar tunnur, kyrnur og hylki ýmiskonar.
í dálkinum „stofugögn“ eru taldir sofar, stólar, borð, speglar, rúmstæði, kommóður
og aðrar þess konar hirzlur o. fl.
Með „öðru Ijósmeti“ eru talin stearin-kerti, parafin o. fl.
Með „öðru eldsneyti“ er talið cokes, cinders, brenni o. fl.
Undir ,,járnvörum hinum smærri“ er talið ýmislegt fínt isenkram, ónefnt í töluliðun-
um á undan, svo sem meðal annars naglar allskonar og skrúfur, nálar, hnífar, gaflar,
þjalir, skæri, hefiltannir, sagir, sporjárn, naglbítir, allskonar vír m. m.; enn fremur
kaffikvarnir, ullarkambar, brýni, púður og högl o. fl.
Með ,,járnvörum hinum stœrri“ er þar á móti talið ýmislegt gróft isenkram, áður
ótalið, svo sem akkeri, járnhlekkir, byssur, skóflur og önnur jarðyrkjutól, hverfisteinar
m. m.
Með ,,glysvarnmgi“ er átt við allskonar galanteri-vörur, hverju nafni sem nefnast,
þar á meðal t. d. leikföng allskonar o. fl.
Með „öðrum ritföngum“ eru talin brjefaumslög, blek, pennar, lakk o. fl.
jpegar plankar, borð eða spírur hafa verið annaðhvort lengri eða styttri en 12 fet
le ur tölunni verið breytt eptir því sem við hefur átt. þannig að allt hefur verið reikaað
eptir 12 feta lengd.
^eð „farfa“ er talið allskonar efni í farfa.