Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1893, Blaðsíða 77
73
Stjórnartíðindi 1893 C. 19.
Af þessu yfirliti sjeat, að íbúatalan hefur fjölgað á fsafirði um 62 af hundraði og á
Akureyri um 10 af hundraði á tímabilinu 1880—1890. A næsta 10 ára tímabili þar á
undan var fjölgunin 90 og 75 af hundraði.
Að því er kemur til kynferðis íbúanna í kaupstöðum þessurn, má geta þess, að í
ísafjarðar kaupstað voru árið 1880 eigi nema 1106 konur móti hverjum 1000 körlum, en
árið 1890 voru þær orðnar 1261. — Mismunurinn var þó enn þá meiri í Akureyrar-
kaupstað. þar voru árið 1880 1019 konur móti hverjum 1000 karlmönnum, en árið 1890
1333. — En þegar maður aptur á móti rannsakar, hvernig skiptingin eptir kynferði hef-
ur verið í næstu sveitum við kaupstaðina, bæði árið 1880 og árið 1890, þá má
ganga úr skugga um, að mismunur þessi stafi nokkuð af flutningi manna rnilli kaupstað-
anna og sveitanna, sem máske hefur verið litið nokkuð öðruvísi á, þegar fólkstal var
tekið 1880 en við fólkstalið 1890. En það er ekki nú unnt að skera úr því, hvort
mismunur þessi sje til dæmis þannig til orðinn, að ýmsir giptir sveitamenn hafi árið
1880, eins og talið var á Akureyri það ár, verið við vinnu í kaupstað, og svo þann dag
er fólkstalið var tekið — rjettilega eða ranglega, eptir því, hvort þeir hafa verið þar nótt-
ina áður eða eigi •— verið taldir á fólkstalslista kaupstaðarins, — en svo hafi slíkir menn
aptur við fólkstalið 1890 verið settir á fólkstalsskrá hlutaðeigandi sveita. í þessu efni
skal vísað til þess, sem sagt er hjer að framau um ónákvæmni þá í manntals-
skránum, sem orðið hefur vegna misskilnings á sambandinu milli aðalskránna og viðauka-
skránna, en jafnframt skal það álit látið uppi, að fólkstalið 1890 sje, hvað þessa sundur-
liðun snertir, nákæmara en fólkstalið 1880. — Eaunar-er eigi loku skotið fyrir það, að
tölurnar sjeu rjettar við bæði fólkstölin, en að dvalarhættir manna, eður fiutningur sá
milli kaupstaða og sveita, sem að ofan er á vikið, hafi á tímabilinu 1880—1890 breytzt
að sama skapi og tölurnar hjer að framan. — Loks má má geta þess, að það atriði, að
fólkstalið 1890 er, eins og áður er drepið á, tekið mánuði seinna en fólkstalið 1880, kann
ef til vill að hafa einhver áhrif í þessu efni.
Að því er skiptingu íbua ísafjarðar og Akureyrar kaupstaða eptir atvinnuvegum
snertir, skalgeta þess, að samkvæmt fólkstalsskránum 1890 var þessu svo háttað, að af
hverjum 100 íbúum lifðu:
A Isafirði. A Akureyri.
Á jarðrækt..................... 1,0 0,0
— siglingum og fiskiveiðum... 33,8 10,6
— iðnaði.................... 22,1 27,7
— verzlun................... 14,8 21,1
— daglaunavinnu............. 13,5 22,7
— annari atvinnu............ 14,8 17,9
100,0 100,0
Samkvœmt því, sein að framan er sagt, yrði mjög þýðingarlítið að bera tölur þess-
ar saman við ástandið 1880. — Hin mismunandi sundurliðun í fólkstalsskránum er sem
sje, þegar eigi er um hærri tölur að ræða en þetta, nóg til þess að gjöra verulegan glund-
roða í útreikningnum.
|>eir sem sveitarstyrk þágu, voru 1890 eigi fleiri en 8 á Isafirði og 2 á Akureyri.
Allir voru íbúar í kaupstöðum þessum evangelisk lúterskir.
• Blindir voru 2 menn í Akureyrar kaupstað.
Skýrslur þær og athugasemdir um fólksfjöldann á íslandi 1. nóv. 1890, sem að framan
eru prentaðar, eru hjer um bil orðrjett þýðing á ritgjörð hagfræðisstofunnar í Eanmörku í „Statis-
tiske Meddelelser11 3. Hække XII, júni 1892.