Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1893, Blaðsíða 52
48
Norðurmúlasýslum, því að þar er þjettleikinn ekki hálfur á við það sem hann er á land*
inu að meðaltali.
Tölu heimila og það, hve margir hafi að meðaltali verið á hverju heimili, má
sjá af yfirliti þessu :
Tala heimila. Meðaltal manua á heimili hverju.
1890 1880 1860 1890 1880 1860
Hemili Heimili Heimili Heimilis- HeimilÍ8- Heimilis-
menn menn menn
Suðuramtið 4146 3700 3633 6,7 7,2 6,4
Vesturamtið Norður-og Austur . 2340 2420 2303 7,3 7,5 7,4
amtið . 3658 3676 3671 7,1 7,5 7,3
A öllu íslandi .. . 10144 9796 9607 7,0 7,4 7,0
Af þessu sjest, að árið 1890 hefur á öllu Islandi verið c. 700 manns á hverjum 100
heimilum. Arið 1880 voru á ðama heimilafjölda 740 manns, og þessi munur er f öllum
ömtunum, mesturþóí suðuramtinu. 1880 voru þar á hverjum 100 heimilum c. 720 manns, en
ekki nema c. 670 árið 1890, og hefur þannig niðurfærsla verið c. 7 j>. Árið 1860 var enn þá færra
á heimili, ekki nema 640 manns á hverjum 100 heimilum. í hinum ömtunum er meðaltalan
lægst árið 1890, en hærri 1880 heldur en 1860. í vesturamtinu er yfir höfuð flest manns
í heimili að meðaltali, með öðrum orðum, þar eru tiltölulega fæst heimili, en flest í
suðuramtinu. |>es8Í munur á rót sína í atvinnugreinum landshlutanna. J suðuramtinu
eru bezt fiskiver, og fiskiveiðar eru því meir stundaðar þar sem aðalatvinnuvegur en í
hinutn ömtunum, en sveitabúskapur tiltölulega almenuari í hinum. En sveitabúskapnum
er svo háttað, að bændur verða að hafa mörg vinnuhjú, sem eigi ósjaldan eru gipt, án
þess að þau hafi sjer arinn og eldstó.
Af yfirliti því, er hjer fer á eptir, sjest skipting fólksfjöldans eptir kynferði árin
1890, 1880 og 1860 og fjulgunin á árunum 1880—1890 og 1860—1880:
Fólksfjöldi. Ejölgun.
1890 1880 1860 frá 1880—90 1860—80
menn menn menn menn menn
Karlar.......... 33689 34150 31867 h- 461 2283
Konur........... 37238 38295 35120 -f 1057 3175
Samtals ....... 70927 72445 66987 1518 5458
A árunurn 1880—1890 hefur fólkinu þannig beinlínis fækkað um 1518 manns. Til þess að
skilja þýðingu þessarar fækkunar verður að rannsaka þær ástæður, er valda breytingum
á fólkstölu. í töflu þeirri, sem hjer fer á eptir, er því gefið yfirlit yfir tölu fæddra og
dáinna, og mismuninn, sem fæddir eru fleiri en dánir hvert áranna 1. okt. 1880 til 1.
nóv. 1890,