Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1893, Qupperneq 57
53
Stjórnartíðindi 1893 C. 14.
Framan af öldinni, allt til 1840, smóminnkar tiltölumergð framleiðslualdursins; um
miðja öldina, 1845—1850 er framför og síðan frá 1860 aptur apturför. En 1880
kemst hlutfallstalan hærra enn nokkurn tíma áður, og við það stendur við síðasta fólks-
tal. ]?að er sjólfsagður hlutur, að þessar breytingar hljóta að minnsta kosti að nokkru
leyti að standa í sambandi við gagnstæðar hreifingar í aldursfiokkunum undir 20 ára. Og
sjeu yngri aldursflokkarnir skoðaðir nákvæmar, sjest, að mótsetningin er eingöngu í þess-
um flokkum, og það ár frá ári, en eldri aldursflokkarnir (60 ára og þar yfir) fylgja breyt-
ingunum í miðflokknum. það er vafalaust, að það verður að álítast gott fyrir framför og
framieiðslu hvers lands, að fjöldi þeirra, sem eru á framleiðslualdri, sje að aukast; en
það má ekki gleyma því, að hjer er að eins um hlutfallstölur að ræða, sem eptir eðli
sínu eru svo nátengdar, að framför í einu atriði opt er að eins rnerki um apturför í öðr-
um greinum. Hið nána samband milli breytinganna á framleiðslualdrinum og í yngri ald-
ursflokkum beudir.á, að fæðiugarhlutföllin sjeu orsökin til breytinganna.
Ef menn bera tölu giptra og ógiptra saman við allan fólksfjöldann eptir fólkstöl
unum árin 1890, 1880, 1860, 1840 og 1801 verður hlutfallið þannig:
Ár. Af hverjum 1000 karl- möunum voru: Af hverjum 1000 kveun- mönnum voru:
Ókvæntir . l Kvæntir Ekklar Skildir frá konu ^ cö •43 ‘5b O Giptar Ekkjur |I 1 3 m 'g H
1801 608 356 3 600 298 102
1840 648 307 4 5 635 276 89
1860 660 300 36 5 641 273 82 4
1880 690 265 40 4 668 237 90 5
1890 671 279 45 51) 652 251 92 ð2)
í Danmörku var hlutfallið þannig árið 1880:
karlar konur
Ókvæntir (ógiptar) ..................... 609 577
Kvæntir (giptar) ....................... 352 340
Ekklar og ekkjur ........................ 36 80
Skildir frá konu eða skildar frá manni 3 3
1000 1000
Hjer af sjest, að skipting fólksfjöldaus eptir hjúskaparstjett verður mjög ólík á
Islandi og í Danmörku. A Islandi eru eptir fólksfjölda miklu fleiri bæði karlar og konur
ógiptar en í Danmörku, og giptar persónur þar af leiðandi tiltölulega miklu færri. Til
dæmis að taka eru í Danmörku 34 af hverju hundraði kvenua giptar, en að eius 25 af
hundraði á Islandi. Aptur á móti eru bæði ekklar og ekkjur tiltölulega nokkuð fleiri á
íslandi en í Danmörku.
1) þar af var 1 gkílinn til íulls en 4 skildir að borði og sæng.
2) Tvær voru Bkildar fyrir fullt og allt, en 3 að borði og sæug.