Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1893, Qupperneq 55
51
Árið 1860 móti 1000 körlum 1102 konur
— 1870 — — — 1107 —
— 1880 — — — 1112 —
— 1890 — — — 1107 —
og sjest hjer samskonar hreyfing, þótt minni sje og jafnari, heldur en eptir því, sem í
raun og veru taldist.
Sje enn fremur athuguð skiptingin eptir kynferði innan hinna ýmsu aldursflokka
sjest, að kvennkynið er alstaðar fjölmennara, nema í tveimur yngstu aldursflokkuuum
(»á 1. ári« og »1 árs til 3 ára«) og á aldrinum frá 5—10 ára, eins og eptirfylgjandi tafla
sýnir.
Móti hverju 1000 af karlkyni í hinum ýmsu eldursflokkum var af kvennkyni:
1890. 1880. 1860.
Á 1. ári 987 1045 1021
1 árs til 3 ára 985 1009 1001
3 — — 5 — 1001 1037 1040
5 — — 10 — 978 1021 1002
10 — — 15 — 1015 983 1001
15 — — 20 — 1025 1007 1037
20 — — 25 — 1052 1068 1072
25 — — 30 — 1110 1143 1093
30 — — 35 — 1072 1124 1087
35 — — 40 — 1152 1184 1097
40 — — ‘45 — 1150 1242 1073
45 — — 50 — 1232 1230 1323
50 — — 55 — 1303 1255 1324
55 — — 60 — 1365 1306 1307
60 — — 65 — 1272 1354 1267
65 — — 70 — 1374 1547 1376
70 — — 75 — 1567 1725 1472
75 — — 80 — 1448 1793 1583
80 ára og eldri 1866 1650 2324
Eptir 10 ára aldur verður kvennkynið fjölmennara en karlkynið, og þetta fer vax-
andi allt upp í efstu aldursflokka nema á aldrinum 30—35 ára og 60—65 ára. þetta
kemur saman við það, er eptir hefur verið tekið alménnt annarstaðar, að fleiri fæðast af
karlkyni en kvennkyni, en að svo deyja fleiri af karlkyni, svo að fyrst verður jöfnuður
a, en síðan fær kvennkynið yfirhönd. þetta er þó vanalega ekki eins fljótt eins og á
1 Danmörku kemur þessi hlutfallsfærzla þannig ekki fram fyrr en á tvítugs-
al rinutn. En þessi framhaldandi aukning á fjöldahlutföllum kvennþjóðarinnar með aldr-
inum ei ekki föst regla á Islandi, eins og fyllilega sjest á manntölunum 1880 og 1860
(sjá töfluna), þau ár voru 1045 og 1021 kvennkyns á móti 1000 karlkyns í yngsta aldurs-
flokki, og 1037 og 1040 aldrinum milli 3 og 5 ára, en á aldrinum frá 10—15 ára voru
þá að eins 983 og 1001 kvennkyns á móti 1000 karlkyns.
l’ólksfjöldinn á íslandi skiptist niður á hina einstöku aldursflokka eins og sjest á
eptirfylgjandi töflu, er sýnir, hvernig 1000 skiptist niður, sumpart a£ hverju kynferði iit
af fyrir sig, sumpart af báðum samanteknum, árin 1890, 1880, 1860, 1840 og 1801.