Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1893, Síða 119
iis
Eptir mannfjöldaskýrslunum vantar þannig 31. desbr. 1891 575 manns og 31.
des. 1892 426 manns upp á tölu þá, sem búast mætti við eptir skýrslunum um fædda
og dána árin 1891 og 1892, og ætti þessi mismunur að gefa til kynna, að svona margir
hafi fiuzt út úr landinu þessi ár um fram þá, sem inn hafa fluzt.
Skýrslan hjer að framan um mannfjölda í verzlunarstöðum og kaupstöðum er
dregin út úr skýrslum prestanna um mannfjölda, eptir sömu reglum eins og gjört var í
skýrslu þeirri, sem prentuð er í C.-deild Stjórnartíðindanna 1891, bls. 50. |>ar sem
skýrslurnar óvíða sýna glögga aðgreiningu á býlum þeim, er tilheyra verzlunarstöðunum og
öðrum býlum í sóknunum, má vera, að skýrslan sje ekki eins nákvæm og æskilegt væri,
þó ekki geti munað nema litlu. Samkvæmt skýrslunum hafa bæði árin 1891 og 1892
139 af hverjum 1000 landsbúum átt heima í kaupstöðum og verzluuarstöðum, eða því
sem næst sjöundi hver maður á landinu, eins og árin 1890 og 1891.
Skýrslurnar bera með sjer, að kvennmenn eru tiltölulega fleiri í kaup-
Btöðum og verzlunarstöðum en annarstaðar á landinu. Af öllum landsbúum voru árið
1891 47.2 af hundraði karlmenn, eu 52.8 af hundraði kvennmenn, og árið 1892 47.3 af
hundraði karlmenn, en 52.7 kvennmenn. Af kaupstaðar- og verzlunarstaðabúum voru
aptur á móti árið 1891 53.9 af hundraði kvennmenn og staða árið 1892 53.6.