Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 12

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 12
falli hafa sérhljóða sem fyrsta staf, síðan einn eða fleiri samhljóða og á eftir þeim annan sérhljóða og að lokum einn eða fleiri sam- hljóða skulu beygð eftir reglunni um mannsnafnið Egill. Sjálf framkvæmdin var þannig að í nefnifalli skyldi nafnið haldast óbreytt (Egill), en í þolfalli ætti að fella út síðasta samhljóðann í nafninu (Egil), í þágufalli átti svo að færa einn samhljóða aftast úr nafninu fram fyrir næst aftasta samhljóðann. Og þeir létu ekki við það sitja heldur bentu á að breyta þyrfti sérhljóðanum fremst í nafninu í næsta sérhljóða fyrir framan í stafrófinu. Þá varð E að A og A að Ö og svo framvegis (Agli). Það einfalda við þessa nýju reglu var að í eignarfalli átti einungis að skipta út síðasta sam- hljóðanum í nafninu fyrir eitt lítið ess (Egils). Niðurstaðan var að í martröðinni hét ég Andrés, um André, frá Öndrsé og að lokum til Andrés. Mikael Torfason Andri Dreymi mikið þessa dagana. Mér finnst ég vera staddur hjá móður minni þegar A- kemur til mín. Hann er í bleikum náttslopp og með gapandi sár á andlitinu þar sem nefið á að vera. (Sjá: Auðunri) Sjón Anna Það er hægt að lesa nafn þitt fram og til baka án þess það breyti neinu til eða frá. Þú ert eins augljós en um leið jafn dularfull og vegur sem liggur í tvær áttir samtímis. HaraldurJónsson 10

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.