Frón - 01.01.1944, Qupperneq 10

Frón - 01.01.1944, Qupperneq 10
4 Jón Helgason höfuSstaSarins. ASeins fyrir eindregin tilmæli ríkisstjórnarinnar íslenzku hefur hann tekiS aS sér forustu íslenzka sendiráSsins á tímum þegar ástæSur leyfSu ekki annaS. Sjálfur mun hann manna fúsastur til aS viSurkenna aS þaS hefur sína annmarka aS maSur sem ekki er borinn íslendingur gegni þvílíkri stöSu. En þeir sem átt hafa skipti viS sendiráSiS munu játa aS þeir hafi sjaldan eSa aldrei fundiS til þessa annmarka, vegna þess aS Krabbe hefur tileinkaS sér aS fullu íslenzkan hugsunarhátt og íslenzk sjónarmiS. Hins vegar má telja víst aS þaS hafi sízt veriS til neins hnekkis þeim hagsmunamálum Islands sem Krabbe hefur fjallaS um, heldur miklu fremur hiS gagnstæSa, aS hann var uppalinn erlendis og kunni því aS líta á þau algerlega óhlut- drægum og skýrum augum. ASstaSa hans hefur veriS þannig, aS bæSi hefur þurft gætni og lipurS til aS stýra hjá öllum skerjum. En þaS mun sannast aS segja, aS dönsk stjórnarvöld hafi jafnan boriS til hans hiS fyllsta traust. Sama máli er aS gegna um ís- lenzk stjórnarvöld, enda hafa þau vottaS honum þakklæti sitt á ýmsa vegu. Mér hefur veriS sagt eftir honum aS engin viSur- kenning hafi glatt hann meir en sú, er ríkisstjórnin íslenzka sendi honum gæSing tygjaSan á fimmtugsafmæli hans. Æviferill Jóns Krabbe brúar tímann milli Jóns SigurSssonar og hins nýja íslenzka lýSveldis sem nú virSist í vændum. SíSan um aldamót hefur hann veriS nákunnugur öllu sem gerzt hefur i málum íslands hér í borg, þar sem mikill þáttur hinnar pólit- ísku sögu vorrar hefur fariS fram. Hann hefur aldrei veriS flæktur viS neinn flokk, heldur staSiS utan viS þrasiS, en þó veriS ná- lægur, — glöggskyggn, varfærinn, vitur. Ef Jón Krabbe semdi endurminningar sínar um málefni Islands, þau sem hann hefur haft náin kynni af eSa sjálfur unniS fyrir, er ég sannfærSur um aS þaS yrSi undirstöSurit í sögu vorri um tímabil sem vér gerum oss vonir um aS komandi kynslóSir eigi eftir aS telja athyglisvert og merkilegt. Skilríki eru aS vísu nóg til, en hitt er ekki síSur mikilsvert aS hafa frásagnir kunnugra og orSvandra manna um tildrög atburSanna og þaS sem talaS var bak viS tjöldin. Ég veit fáa mcnn sem ég treysti betur en Jóni Krabbe til aS semja veigamikla minningabók. Pví veldur eigi aSeins allt þaS sem hann hefur séS og reynt, heldur einnig hitt, aS enginn sem nokkur kynni hefur haft af honum getur efazt um aS hann myndi draga skýrt fram kjarna málanna, stilla dómum öllum í hóf, en þó hvergi vikja frá kröfum sannleikans og fullri einurS.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frón

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.