Frón - 01.01.1944, Side 19

Frón - 01.01.1944, Side 19
Aldarfjórðungs sjálfstæði 13 Á einstakar kosningar og viðhorf flokkanna til þeirra verður lítið eitt drepiS hér á eftir, þó aS þar verSi fariS fljótt yfir sögu. ViS fyrstu kosningar eftir 1918, kosningarnar um stjórnar- skrárbreytinguna 1919, kom þaS eitt skýrt í ljós aS gömlu flokkarnir, Heimastjórnar- og SjálfstæSisflokkurinn, voru farnir aS riSlast verulega. Meira en fjórSungur þingmanna taldi sig utan flokka, og ýmsir í gömlu flokkunum skiptu um flokka á næstu þingum. Deilumál gömlu flokkanna voru úr sögunni meS sam- bandslögunum. ÞaS sem helzt hélt flokksleifunum saman var því persónulegt fylgi viS gamla og reynda forustumenn. HöfSingi Heimastjórnarmanna var Jón Magnússon, en meS SjálfstæSis- mönnum bar mest á þeim SigurSi Eggerz og Bjarna Jónssyni frá Vogi. Stjórnin sem setiS hafSi aS völdum 1918 var samsteypustjórn: Jón Magnússon forsætisráSherra frá Heimastjórnarflokknum, Sig- urSur Eggerz frá SjálfstæSismönnum og SigurSur Jónsson frá Yztafelli frá Framsóknarmönnum. Eftir kosningarnar urSu stjórn- arskipti (1920). Jón Magnússon sat áfram sem forsætisráSherra og meS honum þeir Magnús GuSmundsson og Pétur Jónsson. Vegna óvissunnar um flokkaskiptingu þingsins var stjórnin ekki föst í sessi. Eftir lát Péturs Jónssonar (1922) snerust Framsóknar- menn, SjálfstæSismenn og nokkrir flokksleysingjar gegn stjórn- inni, svo aS hún komst í minni hluta og varS aS segja af sér. SigurSur Eggerz myndaSi þá stjórn meS þeim Klemensi Jónssyni og Magnúsi Jónssyni. Eftirköst stríSsins bökuSu íslendingum mikla fjárhagserfiS- leika á þessum árum, og þingmenn urSu ekki á eitt sáttir um aSgerSir. MikiS var deilt um afnám ríkiseinkasölu á olíu og tóbaki. Framsóknarmenn vildu halda í einkasölurnar, en þeir þingmenn sem frekast mátti líta á sem fulltrúa borgarastéttar- innar vildu afnema þær. Um þessar mundir urSu íslendingar í fyrsta sinn fyrir ofriki stærri þjóSar í viSskiptamálum, þegar Spánverjar kúguSu þá til aS leyfa innflutning á léttari víntegund- um (1922). AS vísu voru vínsölunni settar strangar hömlur, en fyrsta skarSiS var höggviS í bannlögin, og í þetta sinn gegn vilja þings og þjóSar. Þegar dró aS kosningum 1923 gerSu Heimastjórnarmenn og SjálfstæSismenn kosningabandalag gegn Framsóknarmönnum og AlþýSuflokknum, og höfSu meSal annars afnám allrar ríkis- einkasölu aS stefnuskráratriSi. Framsóknarflokkurinn fékk 15

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.