Frón - 01.01.1944, Qupperneq 30

Frón - 01.01.1944, Qupperneq 30
24 Jakob Benediktsson Islenzk sveitamenning haföi tórt svo Iengi við misjöfn lífs- kjör og án afskipta yfirvalda, aö forráðamenn íslenzku þjóð- arinnar þurftu langan tíma til að komast í skilning um að menn- ingarlíf nýrra og sívaxandi bæja og kaupstaða hlítir ekki sömu þróunarreglum. I5að er ekki nóg að benda á erfðamenningu vaxna upp úr allt öðru þjóðskipulagi sem hina einu sáluhjálplegu fyrir- mynd, þegar opnaðar hafa verið allar flóðgáttir erlendra áhrifa, góðra og illra. Til þess að skapa undirstöðu íslenzkrar bæja- menningar þarf jákvætt menningarstarf og markvissar aðgerðir af hálfu valdhafa ekki síður en einstakra manna. Pó að nokkuð hafi áunnizt í þessu efni á síðasta aldarfjórðungi, þá fer því fjarri að eins mikið sé að gert og íslenzkur æskulýður á heimt- ingu á. Hér skulu aðeins nefnd örfá dæmi af handahófi. íslendingar hafa alltaf verið bókhneigðir og eru það enn. En hvað hefur verið gert til að fullnægja lestrarþörf æskulýðsins og beina henni inn á skynsamlegar og hollar brautir? Saga ís- lenzkra bókasafna og lestrarfélaga er raunasaga um skilnings- leysi og nirfilshátt íslenzkra fjárveitingarvalda. Ekki einu sinni í Reykjavík eru alþýðubókasafni búin þolanleg kjör, og tilveru sína á það mest að þakka dugnaði og ósérplægni eins manns, sem átti í látlausri baráttu við skilningssljó yfirvöld. Skipulagning alþýðubókasafna um land allt með Iíku sniði og t. d. annars staðar á Norðurlöndum er verkefni sem allt of lengi hefur beðið úrlausnar. Hjá fámennri þjóð eiga bókaútgefendur við fleiri erfiðleika að etja en hjá stærri þjóðum. Samt er lítill lesendafjöldi engin afsökun þess að gefa helzt út ruslbókmenntir þýddar úr öðrum málum. Islenzkir lesendur eiga ekki skilið þá fyrirlitningu bóka- útgefenda sem lýsir sér í þeirri trú að ekki sé hægt að selja góðar þýddar bækur jafnt og lélegar. Bókaval íslenzkra út- gefenda hefur oftar borið vott um alls konar spákaupmennsku og fádæma smekkleysi og þekkingarleysi en alvarlega menning- arviðleitni. Or hófi lélegur blaðakostur hefur heldur ekki bætt um smekk lesenda. Allt of fáir ritdómarar hafa gert alvarlegar tilraunir til að leiðbeina alþýðu manna um bóklestur, og í því efni hafa íslenzk blöð algerlega vanrækt skyldu sína. Margir gerðu sér miklar vonir um starfsemi Bókadeildar Menningarsjóðs þegar hann var settur á laggirnar. En þó að Bókadeildin gæfi út ýmsar góðar bækur, kom hún ekki að tilætluðum notum sakir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frón

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.