Frón - 01.01.1944, Blaðsíða 32

Frón - 01.01.1944, Blaðsíða 32
26 Jakob Benediktsson gjöld hefur samt oftast veriS lægra. 1930 var greitt til kennslu- mála 1,5 milj. kr., eöa 9,5 % af gjöldum; 1936: 1,8 milj. kr. (um 11 %). Framlögin til bókmennta, lista og vísinda voru 1924: 239 þús. kr., eöa 2,6 % af gjöldum. Sú upphæö hefur alltaf síöan veriö minni að tiltölu við önnur gjöld og oftast lægri í beinum tölum (minnst var hún 1934: aðeins 189 þús. kr., eða 1,2 % af gjöldum). Kemur þar glöggt í ljós hvar garðurinn er lægstur þegar spara skal. Að vísu eru hér ekki talin framlög Menning- arsjóðs, en úr honum hefur töluvert fé verið veitt síðan 1928 til þessara greina. Það er ekkert efamál að sú stefna er næsta varhugaverð að skera fjárveitingar til menningarmála svo mjög við neglur sér eins og oft hefur orðið raun á. Annars vegar er þess að gæta, að hér getur verið um að ræða starfsemi sem ekki verður metin til fjár, svo sannarlega sem viðhald íslenzkrar menningar er fyrsta skilyrði þess að íslenzkt þjóðerni og sjálfstæði megi þrífast. Hins vegar er sparnaður sá sem vinnst á þennan hátt i raun réttri sjaldan annað en auðvirðilegt nurl, sem varla gætir í þjóöarbúskapnum. Enda mun ástæðan oftast sú, að sparnaður er hér auðfengnari en víða annars staðar, vegna þess að hættan á pólitískri andstöðu er lítil, og háttvirtir kjósendur skilja sjaldnast hvað í húfi getur verið við niöurskurð fjárveitinga til menningarmála. Hitt er annað mál, að þörf væri á betra skipulagi og eftir- liti með fjárveitingum ríkisins til menningarmála. Margar smá- veitingar eru of litlar til að koma að nokkru verulegu gagni, og ýmsar veitingar hafa veriö óheppilega í ætt við bitlinga. Síðustu aðgerðir í menningarmálum veita þó nokkra von um að betra skipulag fari í hönd, a. m. k. á vissum sviðum. Enginn má skilja orð mín svo, að ég vilji gera lítið úr því sem hefur áunnizt í menningarmálum á síðasta aldarfjórðungi. En það er hollara að gera sér ljóst hverju er ábótavant en að státa af unnum afrekum. Við höfum eignazt listamenn á sviði bókmennta og myndlista sem kinnroðalaust má bera saman við listamenn annarra landa. Islenzk vísindi hafa komið fótum undir sig í ýmsum greinum þeirra fræða sem eðlilegt er að íslendingar hafi forustu í: rannsóknum á náttúru landsins, sögu þess, bók- menntum og tungu. Þó að enn skorti mikið á að íslenzk vísindi séu þannig sett i þessum fræðigreinum, að samboðið megi teljast sjálfstæðri menningarþjóð, þá er undirstaðan lögð, fleiri og fleiri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.