Frón - 01.01.1944, Qupperneq 37
Ferming
31
1 næturmyrkrinu kemur angistin yfir hann eins og martröS,
hjarta hans berst um og hann svitnar af hrolli. Honum finnst
djöfullinn horfa á sig me5 andstyggilegu glotti einhvers staðar
langt utan úr skugganum, og langar, hvassar klær koma nær og
nær, reiðubúnar til að grípa hann og draga hann með sér út í
glötunina.
Hann hlustar á taut Hildar gömlu þegar hún þylur Passíusálm-
ana fyrir munni sér:
Mér virðist svo sem mín misgjörð
sé meiri að þyngd en himinn og jörð,
því Jesús það föðursins orðið er,
sem allt með sínum krafti ber,
flatur hlaut þó að falla þar,
þá fyrir mig bar liann syndirnar.
Hjartans gleði og huggun traust
hér gefst þér, sál mín, efalaust,
það gjald fyrir mína misgjörð
er meira vert en himinn og jörð,
hans sorg, skjálfti og hjartans pín
hjá Guði er eilíf kvittun mín.
Er þetta trúin scm presturinn talar um? Er þetta að treysta
á Guðs náð? En hvernig getur maður treyst á Guðs náð, ef
maður veit ekki einu sinni hvort Guð er til, og veit ekki annað
um sjálfan sig en að maður er fátækur, lítill drengur sem aldrei
hefir óskað öðrum neins ills. Vcrður maður þá að vera syndari
til þess að geta öðlazt Guðs náð?
Klukkunum er hringt með undarlegum titrandi hreimi. Hringj-
arinn er skjálfhentur, hann er líka orðinn gamall. Fólkið þyrpist
inn og sezt á bekkina, talar saman í hálfum hljóðum og kinkar
kolli hvert til annars. Konurnar slétta úr hrukkunum á silki-
svuntunum og vefja sjölin þéttar um sig. Fermingarbörnin sitja
hljóð og feimin við hliðina á foriddrum og ættingjum. Stúlkurnar
strjúka hárið frá enninu og reyna að sitja uppréttar; drengirnir
horfa á tærnar á skónum sinum í einhverju ráðaleysi. Svo byrjar
söngurinn og guðsþjónustan hefst. Það er sungið og lesið og
prédikað, og tíminn líður. l5að er undarlegt, finnst drengnum, að