Frón - 01.01.1944, Side 38

Frón - 01.01.1944, Side 38
32 Guörún Jónsdóttir frá Prcstsbakka tíminn er bæði of langur og of stuttur; það hefir hann aldrei haldiS aS tíminn gæti verið. Sálmarnir eru langir, allt of langir, og þó er guSsþjónustan óvenjulega fljót aS líSa, og áSur en hann veit af situr hann uppi viS altariS, og stundin er komin. Presturinn talar og talar. Hvernig í ósköpunum getur hann haldiS áfram aS tala svona klukkustund eftir klukkustund, hugsar drengurinn. Hann talar um ábyrgS hinna fullorSnu og hiS þýS- ingarmikla skref sem nú sé stigiS inn í framtíSina. OrSin hljóma svo undarlega máttlaust undir blárri hvelfingunni. Drengurinn fer ósjálfrátt aS hugsa um hvelfinguna og stjörnurnar, sem glitra þar ennþá. l5ær eru búnar til úr tré og málaSar gylltar; þaS veit hann nú; og hvelfingin er líka máluS. Svona er þaS allt saman, hugsar drengurinn, og hendur hans titra. Bókin, sem presturinn les upp úr, er úr pappír og prentuS í einhverri prentsmiSju, og ræSan lians er skrifuS á venjulegan skrifpappír, sem fæst hjá kaupfélaginu og kostar 85 aura blokkin. Hjarta hans berst um. Hvernig stendur á aS hann getur ekki veriS hátiSlegur í huga á sjálfan fermingardaginn? Öttinn gægist fram í huga hans. í dag á hann aS afneita djöflinum, þessum djöfli sem hann hvorki þekkir né kannast viS, en er þó staSreynd, eftir því sem prestur- inn segir. Hann stendur á kirkjugólfinu og les trúarjátninguna, og rödd hans skelfur. »Ég trúi« — Hvernig getur staSiS á því aS hann er neyddur til aS standa á kirkjugólfinu og lesa trúarjátninguna, hvort sem hann vill eSa ekki? Andrés þrýstir hendi hans, þegar hann kemur niSur í kirkjuna og sezt á bekkinn. Hann segir ekkert, en andlit hans er svo undarlegt, svo fjarrænt. Skyldi hann muna eftir því þegar hann var fermdur? hugsar drengurinn. Sálmarnir eru sungnir, og börnin ganga til altaris. Dreng- urinn krýpur niSur og reynir aS hugsa ekki. Hugsanir hans þyrlast eins og reykur í heila hans hraSar og hraSar, svo aS hann verkjar í höfuSiS. Hann stySur enninu viS gráturnar og gleymir sjálfum sér. Vers eftir vers úr Passíusálmunum kemur fram í huga hans. OrS um synd og náS, náS og synd. Er hann þá sjálfur syndari? HvaS hefir hann brotiS? Hann veit þaS ekki. En sál hans sökkvir sér niSur í öldur hins óskiljanlega, á rneSan orgeltónarnir fylla kirkjuna og allt hiS sýnilega hverfur eins og draumur. »Ég trúi« — HvaS var þaS nú sem hann átti aS trúa? Allt er þaS gleymt. Langt í fjarska heyrir hann rödd; •ekki rödd prestsins, sem er þó rétt viS eyra hans, heldur ekki

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.