Frón - 01.01.1944, Síða 40
34
Ólafur Gunnarsson
skólamála síöustu áratugina. Mér finnst því tilhlýöilegt að gera
grein fyrir skólafyrirkomulaginu eins og það var 1939. Auðvitað
má ekki taka þetta stutta yfirlit sem tæmandi lýsingu á skólum
heima.
Skólar heima voru ferns konar: 1 kaupstöðum voru bæja-
skólar, sem að ytri umgerð voru nokkurn veginn eins um land
allt. Til sveita voru bæði heimavistar- og heimangönguskólar,
og svo farskólarnir, en þá munu flestir sem aldir eru upp í
sveit þekkja af eigin reynd.
1 öllum íslenzkum skólum er námstíminn styttri en í nágranna-
löndunum. Allra mestur verður munurinn í samanburði við Dan-
mörku, sem hefur stytzt sumarleyfi allra Norðurlanda. Náms-
tíminn í bæjaskólunum var 7 mánuðir á ári fyrir eldri nemendur.
Smábarnakennsla fór fram bæði haust- og vormánuðina, yngstu
börnin höfðu þannig frí dimmasta og bjartasta hluta ársins.
Petta fyrirkomulag var á reynslustigi, og þori ég ekki að fullyrða
um árangur þess. Engin ástæða er til að lengja námstíma barn-
anna, íslenzk bæjabörn eru í engu eftirbátar jafnaldra sinna í
nágrannalöndunum, og ýmsir danskir skólamenn óska af heilum
hug lengra sumarleyfis. Pví verður þó eigi viðkomið, þar sem
þjóðfélagið hagnýtir sér starfskrafta mæðranna í verksmiðjum
og á skrifstofum, og krefst þess að börnin séu undir handleiðslu
fullorðinna, meðan mæðurnar eru að heiman; og enn hcfur engin
stofnun verið fær um að sjá þeim fyrir dvalarstað utan skóla-
stofunnar. Petta er aðalástæðan til hins langa námstíma danskra
barna, og við íslendingar megum hrósa happi, að við getum
leyft börnunum að njóta sólar og sumars lengur en sjö vikur
á ári.
Bæjaskólarnir heima voru 1939 komnir í allfast form, og
námsgreinar þeirra fullnægðu yfirleitt þeim kröfum, sem fram-
haldsskólarnir og þjóðfélagið í heild gátu gert til venjulegra
barnaskóla.
Ef gera má ráð fyrir, að skólastjórar og kennarar bæjaskól-
anna hafi getað notið svefns og hvíldar fyrir áhyggjum um starf
sitt, verður hið sama ekki sagt um uppfræðara sveitabarna yfir-
Ieitt. Glundroði og efasemdir voru einkenni sveitaskólanna. Ég
minntist áður á þrenns konar fyrirkomulag í sveitunum. Fyrst
nefndi ég heimavistarskólana, sem tvímælalaust hafa góð skilyrði
til að veita börnunum viðunanlega kennslu, þar sem kennslutím-
inn er 4—5 mánuðir á ári og öll kennslutæki tiltölulega fullkomin.