Frón - 01.01.1944, Page 41
íslenzk skólamál
35
Aftur á móti er þaS að jafnaSi uppeldislegur agnúi, aS börnin
verSa aS dvelja vikum eSa mánuSum saman fjarri heimilum
sínum. VíSa hagar þó þannig til, aS börnin geta skotizt heim
um lielgar; er þaS mjög heppilegt bæSi frá sjónarmiSi kennara
. og foreldra. Þess er vert aS geta, aS íslenzka fræSslumálastjórnin
gerSi sér mjög far um aS veita hinum völdustu kennurum stöSur
viS heimavistarskólana, enda var þess full þörf, þar sem þeir
báru ábyrgS á líkamlegri og andlegri velferS barnanna mikinn
hluta ársins.
Skólahúsum heimangönguskólanna var yfirleitt mjög ábóta-
vant, og kennarabústaSir annaShvort engir eSa mjög ófullkomnir,
en aS öSru leyti eru heimangönguskólarnir áþekkir dönskum
sveitaskólum. Eins og nafniS bendir til, gengu börnin heim á
hverju kvöldi. Heimangönguskólinn getur því ekki komiS til
grcina í strjálbýlum sveitum. VíSast gengu yngri börn í skóla
annan daginn, og eldri hinn.
1 fyrstu íslenzku fræSsluIögunum, sem gengu í gildi 1907, er
minnzt á farskólana sem bráSabirgSalausn á kennslumálum
sveitanna. Rúmlega 30 árum seinna eSa 1938 voru 133 farskólar
á öllu landinu, en nýju fræSsIuIögin, sem gengu í gildi 1936,
ætlast til, aS þeim verSi útrýmt smátt og smátt. Ég skal þó
láta ósagt, hvort sú áætlun er framkvæmd eSa verSur á næstu
árum, en stundum hafa íslenzk stjórnarvöld notaS veigaminni
átyllu til aS seinka framkvæmdum, en margra ára heimsstyrjöld.
Eins og flestum mun kunnugt eru engin skólahús í farkennslu-
héruSunum, heldur fer kennslan fram á bóndabæjum. Til þess eru
valdir 2—3 eSa jafnvel 4 bæir í hverri sveit, og verSa þeir aS
vera þannig í sveit settir, aS þeir geti tekiS viS barnahóp og
kennara. I’aS liggur í hlutarins eSli, aS þetta fyrirkomulag er
ófullnægjandi fyrir alla aSiIa; ekki sízt er þaS niSurdrepandi fyrir
ungan og áhugasaman kennara aS kúldast meS ósamstæSan
barnahóp í lítilli, oftast kaldri og áhaldalausri stofu, ef til vill
miSur vel séSur af húsráSendum. Mér er þaS barnsminni, aS
heima í fæSingarsveit minni þurfti á hverjum vetri aS koma fyrir
tveimur gripum, nefnilega þarfanautinu og kennaranum. Einn af
beztu bændum sveitarinnar átti einu sinni kost á aS velja um
kennarann og tudda, og kaus hann eins og nærri má geta bola
heldur. ÞaS er augljóst og alkunnugt mál, aS kvæntir menn geta
alls ekki þrifizt í farkennarastöSum; bæSi voru launin smán,
um 100 kr. á mánuSi auk fæSis og húsnæSis, og svo á slíkur
3*