Frón - 01.01.1944, Side 52

Frón - 01.01.1944, Side 52
46 Guðni Guðjónsson margar rannsóknarferSir til íslands, og unniS meS íslenzkum og dönskum náttúrufræSingum. Kunnastar eru rannsóknir hans í sambandi viS eldgos í Vatnajökli, og hafa þeir Pálmi Hannes- son og Jóhannes Áskelsson einnig tekiS þátt í þeim rannsóknum. í beinu sambandi viS þessar athuganir eru þær rannsóknir á móbergsmynduninni heima, sem prófessor Nielsen og prófessor Arne Noe-Nygaard hafa veriS aS gera. Eru þær framhald á þeim rannsóknum, sem dr. Helgi Péturss gerSi á sínum tíma, enda er sú niSurstaSa, sem þeir hafa komizt aS, aS ýmsu leyti byggS á kenningum Helga. Einnig Svíar hafa lagt leiS sína til Islands, og ber þar einkum aS nefna prófessor Hans W:son Ahlmann. Hann er mikill jöklafræSingur og hefur ásamt SigurSi Pórarinssyni og Jóni Eyþórssyni gert rannsóknir á eSli og útbreiSslu jöklanna. í grein minni um íslenzka náttúrufræSinga erlendis, sem áSur hefur birzt í Fróni, minntist ég á rannsóknir þeirra. Enn má í þessu sambandi minnast á hafrannsóknaskipiS »Dana,« sem oft hefur átt leiS til Islands. Slíkar rannsóknir hafa reyndar öSrum fremur alþjóSlegt sniS á sér, enda hefur »Dana« fariS í leiSangur kringum hnöttinn. 1 áSurnefndri grein minni í Fróni gat ég þess, aS Hermann Einarsson fiskifræSingur hefSi tekiS þátt í þessum leiSöngrum um norSurhöfin, og er hann nú aS vinna úr því sem safnazt hefur. Á þessu sviSi hafa íslend- ingar lagt drjúgan hlut til, sem vonandi á eftir aS aukast enn. Á ég þar viS rannsóknir Bjarna Sæmundssonar, og seinna þeirra Árna FriSrikssonar og Finns GuSmundssonar, sem báSir eru viS fiskirannsóknadeild Háskólans heima. íslendingum liefur skilizt þaS, aS þeim peningum, sem variS er til slíks, er ekki á glæ kastaS. Ég hef nú rakiS öll meiri háttar afskipti Dana og annarra þjóSa af náttúru Islands síSasta aldarfjórSunginn. Auk þess hefur fjöldinn allur af Dönum og öSrum útlendingum fariS til íslands í minni háttar rannsóknarferSir, og birt um þaS stærri °g smærri ritgerSir. PaS gefur aS skilja, aS öll þessi viSleitni hefur legiS niSri síSan styrjöldin hófst. HvaS viS tekur þegar friSur kemst á, skal engu spáS um. Ég hvarf frá því áSan, hvern skerf Islendingar hefSu Iagt til þessara rannsókna. ÞaS var ekki skortur hæfra manna sem hamlaSi, heldur hitt, aS þá vantaSi fé til þess aS geta helgaS

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.