Frón - 01.01.1944, Side 58
52
Sveinn Bergsveinsson
I’aö var ekki ætlun mín að rökræöa í Fróni grundvallaratriði
málvísindanna. En úr því að þér hafið hætt yður út á þann ís,
þá vil ég leitast við að skýra mál mitt í einföldum orðum.
Hugsun er yfirleitt bundin við tvennt: persónu og tíma.
Ég geri ekki ráð fyrir, að þér hugsið sömu hugsanirnar og ég,
enda þótt við tölum báðir sama mál, heldur eru hugsanir yðar
bundnar við yðar eigin persónu. Auk þess eru hugsanir yðar
bundnar vissum tíma. Hin daglega hugsun, hugsun í viðræðum,
skapast — hráefni hugsunarinnar getur að vísu verið undirbúið
áður — á því augnabliki, sem við tölum og íklæðum hana búningi
málsins. Á þessu augnabliki verða mál og hugsun fyrst að einu
samþættu verki. En hugsun getur aldrei haldizt ótímabundin
nema með aðstoð málsins og í steypimóti þess. öðru er að gegna
um málið. Pað er hvorki bundið persónu né tíma. Pér talið t. d.
sama mál og ég, ef til vill nokkuð fyrndara, og þetta mál hefur
verið til og þróazt um aldaraðir. Ég þarf ekki að heyra yður
tala til að rannsaka mál yðar. Pvi að með máli á maður ekki
við persónuleg máleinkenni einhvers manns, heldur við málkerfið,
sem hann notar. Vilji maður rannsaka hugsun einhvers
manns, ]iá nægja aftur á móti ekki almennar sálarlýsingar,
heldur verður að fara fram athugun á manninum sjálfum. Hin
persónu- og timabunda hugsun getur að vísu geymzt óendanlega
í búningi málsins, en það er því að þakka, að málið er ekki
bundið við tíma. Og sú staðreynd, að við tölum allir — sem ein
þjóð — eitt og sama mál, án þess að hugsa sömu hugsanirnar,
sannar, að enda þótt hugsunin sé háð málinu, þá myndar málið
sjálfstætt kerfi, sem hugsunin er felld í, og að hægt er að rann-
saka þetta kerfi út af fyrir sig án þess að þurfa að rannsaka
hugsunina um leið. Á þessari sjálfstæðu afstöðu málsins til hugs-
unarinnar hafa málvísindin byggzt allt frá Indverjum til vorra
daga.
Ég verð því miður að þreyta lesendur Fróns enn um stund
á orðaskiptum okkar, því að ýmislegt er enn að athuga við mála-
flutning yðar. Pér urðuð að sögn yðar sjálfs fyrir döprum von-
brigðum, þegar þér lásuð grein mina og sáuð »að með »málupp-
eldi« átti höf. við íhaldssemi einhverra íslenzkukennara sinna«.
í grein minni stendur: »Pessi grundvallarregla ætti að vera leið-
arvísir í öllu máluppeldi, ef máluppeldið á að vera undirbúningur
undir lífið, en ekki leikur einn með orð, orðarakningar og fræði-
legar getgátur«. Ég vona, að lesendur þessarar orðsendingar, óg