Frón - 01.01.1944, Blaðsíða 63

Frón - 01.01.1944, Blaðsíða 63
Orðabelgur 57 innar lagöi hann mikla fæð á. Hann ofsótti lausamenn látlaust og hældist af: »Lausamenn hefi eg uppgrafid 50 í þeirra Fylsnum og komid mörgum af þeim í Klær Justitiæ«. Virðist Bjarni hafa haft þá skoðun aS ekkert gæti haldiS mannfólkinu í skefjum annaS en þvinganir, strangar refsingar og illæri. Um vinnuhjúin segir hann: »i Huusstanden er der et slemt Anarkie som kun Uaar kunne raade Bod paa«, og þegar FriSrik og Agnes eru dæmd til dauSa fyrir morSiS á Natani Ketilssyni kveSst hann óska þess aS þau verSi ekki náSuS, því aS »det var ikke af Vejen om Folk i Hunevands Syssel engang saae Justitien i sin ræd- somme Skikkelse«. Eins og vænta má finna skírlífisbrot ekki náS fyrir augum Bjarna og hann fyllist mikilli og heilagri reiSi þegar Magnús Stephensen lýsir yfir því aS tala hórsekra áriS 1827 sé 14, í staS þess aS hún hafi réttilega veriS 51! Bjarni telur fjarstæSu aS Ieyfa eignalausu fólki aS gifta sig. Um þaS segir hann: »Nú er komid fallegt uppúr Kafi ... ad hvör má í íslandi giptast sem vill þó eckért Jardnædi hafi!! Flvörnig hyggur þú færi ef sú Réttarbót væri öllum kunnug? Öll Vitleysa og Sóttir allar koma þó frá Sunnlendíngnum, Madur!!« Bréf þau sem Bjarni skrifar Finni Magnússyni eru talsvert annars efnis en bréfin til Gríms, fjalla meira um bókmenntir, eins og vænta má, og sést á þeim aS Bjarni hefur fylgzt vel meS því sem gerSist í þeim efnum í Danmörku. Minnist hann oft á endurreisn alþingis viS Finn og vill ólmur hafa þingiS viS öxará, því aS »1 Reykjavíkur Dampahvolfi getur eckért gott Anda dregid!« SíSasta bréfiS til Finns er skrifaS 23. ágúst 1841. Kvartar hann þar um lasleika, en kveSst þó verSa aS sitja viS skriftir fram yfir krafta sína. Nóttina eftir dó hann. Bjarni hafSi jafnan átt mjög annríkt um ævina og lítinn tíma haft til ljóSagerSar. HefSi maSur gjarnan óskaS þess nú aS hann hefSi gert meira aS því aS »agte paa sit Kald til Muser- nes Tjeneste«, eins og Tómas Sæmundsson komst aS orSi. Sjálf- um hefur honum þó ef til vill fundizt embættisstörf sín meira virSi en ljóSagerSin, og Finni Magnússyni skrifar hann: »eg .. verd gleimdur þegar þín Minníng lifir í mesta Blómanum«. PaS fór þó á annan veg. Finnur er nú fáum kunnur, en Bjarni mun jafnan fylla rúm sitt sem eitt fremsta skáld vort á 19. öld. Magnús Kjartansson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.