Frón - 01.01.1944, Side 67

Frón - 01.01.1944, Side 67
Orðabelgur 61 Iþróttir hafa og fariS mjög í vöxt heima, en mikiö vantar á, að áhugi fyrir slíku hafi náS til almennings. ÞaS er því fagnaSarefni aS sjá hvern nýjan vísi, sem bendir í þá átt. ÞaÖ er óhætt aS segja, aS íslendingar í Höfn hafa látiö sig slík mál litlu skipta, og er þaS illa fariS, því aS allur þorri þeirra kemur hingaS á æskuskeiöi, til aS leita sér frama, og ættu því sízt aS vanrækja þessa hliS málsins. Dálítil tilraun var gerS til þess síSasta sumar, aS gefa mönnum kost á aS stunda holla og skemmtilega útivist. Jón Helgason stórkaupmaSur, gamall glímugarpur og íþróttafrömuSur aS heim- an, hafSi sundnámsskeiS fyrir landa hér. Kenndi hann sjálfur körlum endurgjaldslaust, en danskir kennarar voru fengnir til aS kenna konum. Þátttakendur voru alls um 30. Einnig var stofnaS róSrarfélag, sem fékk mjög góSar undirtektir. Er þaS ekki aS undra, því aS hver hefur ekki orSiS heillaSur á göngu sinni aS kvöldi til á Löngulínu af aS sjá spegilslétt sundin þakin bátum, sigldum og rónum, og heyra söng og hlátur kátra bát- verja? En ekkert hefSi getaS orSiS úr neinu, ef færeyska róSrar- félagiö hefSi ekki sýnt þá fádæma rausn og góSvild, sem aldrei verSur fullþökkuS. Þeir skráSu okkur í félag sitt gegn vægu mánaSargjaldi og léSu okkur síSan tvo teinæringa eitt kvöld í viku. Rerum viS eftir þaS vikulega allt sumariS, konur á öSrum bátnum, en karlar á hinum, þar til viöburSirnir á höfuödag neyddu okkur til aS hætta. 1 lokin var stiginn dans í naustinu eftir dillandi harmónikuvölsum. FrumkvæSiS aö róSrarfélaginu eiga þeir Jón Helgason stór- kaupmaSur, sem er formaSur þess, Hjörtur Þorsteinsson verk- fræSingur og Bergur Jónsson járnsmíSameistari. ASalfundur var haldinn nýlega, og var þar ákveSiS aö hefjast handa um fjár- söfnun til þess aS kaupa bát. Er ætlunin aS eignast kappróSrarbát, svo aS félagsmenn geti lært aS róa eftir öllum listarinnar reglum Ef einhverjir þeirra skyldu síSan, þegar heim kemur, eiga ein- hvern þátt í aS vekja áhuga á þessari skemmtilegu og nytsömu íþrótt, væri vel aS veriS. En þótt ekki sé nema til þess, aS ís- lendingar hér fái tækifæri til aS fleyta sér út á pollinn, er ekki unniS fyrir gíg. En svona bátur er dýr og lítil efni fyrir hendi. í ráSi er aS stofna til happdrættis, og bregSast landar vonandi vel viS. Einnig vonum viS, aS sem flestir gerist styrktarfélagar, í þeirri vissu aS meS því stySji þeir góSan málstaS. Islendingar standa í þakkarskuld viS alla þá menn, sem hafa

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.