Frón - 01.01.1944, Side 69

Frón - 01.01.1944, Side 69
Oröabelgur 63 á söngskrám þessa fólks eru alltaf — að svo miklu leyti sem unnt er — íslenzk viðfangsefni, þó aS þau séu ef til vill sjaldnast eftir Jón Leifs. Eitt atriSi ennþá máli mínu til stuSnings er þaS, aS þetta fólk notar hvert tækifæri til aS ferSast heim til íslands og gefa þar löndum sínum kost á aS kynnast þeim þroska sem þaS hefir náS í list sinni erlendis, — þroska sem þaS getur því miSur ekki fengiS heima. öll sanngirni mælir meS því, aS þaS sé virSingarvert viS hvern þann sem hefir vilja og getu til, aS skapa sér lífsfram- færi í útlöndum, í staS þess — eftir kenningu Jóns Leifs — aS dveljast heima, og hafa annaShvort sönginn í hjáverkum eSa vera ættingjum sínum, og kannske sveitarfélögum, til þyngsla. Stefán Islandi. Landkynning. Eitt af veigamestu hlutverkum landkynningar hlýtur aS verSa aukin og skipulagsbundin menningarviSskipti viS önnur lönd, — skipti á fræSimönnum, listamönnum, sýningum, hljómleikum, útvarpsefni, blaSagreinum m. m. ÆSri íslenzk myndlist og tónlist geta ekki orSiS til, nema fyrir þær fáist erlendur »markaSur«. Jafnvel heimsbókmenntir munu íslendingar ekki eignast aftur, nema meS öru sambandi viS umheiminn, — eins og til forna, þegar íslenzk skáldlist var »útflutningsvara«. íslenzki fiskurinn er nú jafnvel seldur áSur er hann er veiddur. Eins þarf »markaSur« aS skapast fyrir andlega framleiSslu ís- lenzka um leiS og hún verSur til. Annars dafnar hún ekki. Fyrir alla listmenningu er þetta ekki aS eins fjárhagsleg nauSsyn, heldur einnig listræn. Island verSur þegar aS »flytja út« mikinn hluta listamanna sinna, af því aS fyrir íslenzka list er ekki til nægilegur »mark- aSur« í landinu, — og getur ekki orSiS til á næstu mannsöldrum, þó aS sjálfsögðu megi auka hann mikiS. Nú skapast jafnvel ís- lenzk listaverk, sem íslenzka þjóSin getur ekki kynnzt fyrr en eftir heila öld eSa tvær, — nema meS aSstoS útlendinga. Hér eru einnig hlutverk menningarviSskipta. ÁróSur leiSréttinga og fræSslu um ísland getur ekki orSiS nema frumstæSasta atriSi íslenzkrar landkynningar, — ræsting

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.