Fréttablaðið - 24.10.2016, Síða 6

Fréttablaðið - 24.10.2016, Síða 6
Beltone Legend™ Enn snjallara heyrnartæki Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.Bel to ne L eg en d ge ng ur m eð iP ho ne 6 s og e ld ri ge rð um , i Pa d A ir, iP ad (4 . k yn sl óð ), iP ad m in i m eð R et in a, iP ad m in i og iP od to uc h (5 . k yn sl óð ) m eð iO S eð a ný rr a st ýr ik er . A pp le , i Ph on e, iP ad o g iP od to uc h er u vö ru m er ki s em ti lh ey ra A pp le In c, s kr áð í Ba nd ar ík ju nu m o g öð ru m lö nd um . Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Gengu fyrir sameiningu Flóttamenn Hælisleitendurnir í gistiskýlinu við Bæjarhraun í Hafnar firði bíða enn eftir því að húsnæði Útlendingastofnunar  í Víðinesi á Kjalarnesi verði tilbúið til innflutnings. Veggjalús hefur herjað á fólkið í tvær vikur. Bit lúsarinnar valda útbrotum en hún skríður fram í skjóli nætur og nærist á blóði manna. Stefnt er að því flytja hælisleit­ endurna inn í Víðines síðar í þess­ ari viku. Víðines er mjög afskekkt en ganga þarf rúmlega fjóra kílómetra að næsta strætóskýli og svipaða vegalengd í næstu verslun. Áætlað er að Útlendingastofnun sinni samgöngum, eins og hún hefur gert í gistiskýlinu  á Arnarholti á Kjalarnesi, en hælisleitendum bjóð­ ast tvær ferðir á dag frá gistiskýlinu að strætóskýlinu. „Það þarf að frysta öll fötin þeirra og þau þurfa að vera í frosti í að minnsta kosti tvo sólarhringa til að drepa lúsina. Við hjá Rauða kross­ inum stöndum nú í fatasöfnun fyrir fólkið. En vegna þess að þetta er neyðaraðgerð þá getum við ekki útvegað allan útivistarfatnað fyrir börn og aðra. Þannig að þetta verða kannski tveir dagar af inniveru,“ segir Áshildur Linnet, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Rauði kross­ inn vinnur að því að útvega spil og leikföng handa börnunum til þess að stytta þeim stundir á meðan þau dvelja í Víðinesi. Þórhildur Ósk Hagalín, upp­ lýsingafulltrúi Útlendingastofn­ unar, segir ekki ljóst hvenær hægt verði að flytja inn í gistiskýlið Víðines. Unnið er að undirbúningi hússins og stefnt er að flutningum í þessari viku. „Mikilvægt er að vel sé staðið að flutningunum til þess að útiloka að lúsin berist með í Víði­ nes,“ segir Þórhildur. thorgeirh@frettabladid.is Fjórir kílómetrar í næsta strætóskýli Hælisleitendur í Hafnarfirði bíða enn eftir að úrræði Útlendingastofnunar í Víðinesi á Kjalarnesi verði klárt. Stefnt er að flutningum síðar í þessari viku. Hælisleitendurnir hafa lifað með veggjalús í tvær vikur. Fötin eru fryst og gert ráð fyrir tveggja daga inniveru. Víðines á Kjalarnesi verður nýtt til að hýsa hælisleitendur. Fréttablaðið/GVa Áshildur linnet, verkefnastjóri hjá rauða krossinum. ÍSaFJÖRÐUR Ísafjarðarbær gefur hvorki frí né mælist til þess að konur leggi niður störf á kvennafrí­ deginum. Bærinn biður hins vegar forstöðumenn og íbúa að vera við­ búna því að konur hverfi af vinnu­ stöðum sínum í dag klukkan 14.38. Í kjölfar fyrirspurnar frá for­ stöðumönnum í sveitarfélaginu sendi bærinn frá sér yfirlýsingu. Þar kemur fram að tilgangur dagsins sé ekki að fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög gefi frí heldur það að konur leggi niður störf. Ísafjarðar­ bær mun síðan „að sjálfsögðu ekki“ skerða laun þeirra starfsmanna sem kjósa að ganga út í dag. Í umræðum á Facebook segja tveir bæjarfulltrúar Í­listans að ákveðið hafi verið að fara þessa leið þar sem enginn viðburður tengdur deginum er í sveitarfélag­ inu. Útrýming kynbundins launa­ munar verði síðan til umræðu á bæjarráðsfundi í dag. – jóe Ísafjarðar- bær gefur ekki frí að sögn bæjarfulltrúa var þessi leið farin þar sem enginn viðburður tengdur deginum er á döfinni í bænum. Fréttablaðið/PJEtUr Tveir sameiningarsinnar horfast í augu í göngu í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu. Um 3.000 manns gengu til að krefjast þess að Moldóva og Rúmenía sameinist. Moldóva, sem þá hét Bessarabía, var klofin frá Rúmeníu á tímum síðari heimsstyrjaldar og varð partur af Sovétríkjunum. Ríkið er hið allra fátækasta í Evrópu. Þar búa um þrjár milljónir manna en stór hluti þeirra er af rúmenskum ættum og með rúmenskt ríkisfang. Fréttablaðið/EPa 2 4 . o k t ó b e R 2 0 1 6 m Á n U D a G U R6 F R é t t i R ∙ F R é t t a b l a Ð i Ð 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 9 -4 6 9 0 1 B 0 9 -4 5 5 4 1 B 0 9 -4 4 1 8 1 B 0 9 -4 2 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.