Fréttablaðið - 24.10.2016, Page 17

Fréttablaðið - 24.10.2016, Page 17
Mikilvægt að halda áfram uppbyggingu þjóðarsjúkrahússins við Hringbraut Stórt skref var stigið í heilbrigðismálum þjóðarinnar fyrir tæpu ári þegar Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra tók fyrstu skóflustungu að nýju sjúkrahóteli sem nú rís við Hringbraut að viðstöddu fjölmenni, þar á meðal fyrrverandi heilbrigðisráðherrum. Þá lét hann þau orð falla að „kyrrstaðan væri rofin“ en áætlað er að hótelið verði tekið í notkun á næsta ári. Allar skipulagsáætlanir hafa hlotið lögformlega stað- festingu, framkvæmdir hafnar við sjúkrahótel, fullnaðarhönnun meðferðarkjarna stendur yfir og forhönnun annarra bygginga liggur fyrir. Hringbrautarverkefnið Á fullri ferð - Upplýsingarit NLSH ohf. ↣ 24. október 2016 Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að nýju sjúkrahóteli fyrir tæpu ári. Fjármálaáætlun 2017-2021 gerir ráð fyrir að uppbyggingu verði haldið áfram af krafti við Hringbraut. Eitt af stóru málunum Kristján Þór Júlíusson heil- brigðis ráðherra segir uppbygg- ingu nýs Landspítala við Hring- braut vera eitt af stóru málunum sem ríkisstjórnin hefur tekist á við. Hann er ánægður með stöðuna á verkefninu. 2. Í samræmi við skipulag Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir uppbyggingu Landspítal- ans við Hringbraut í ágætu sam- ræmi við önnur skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu. 5. Sýn fulltrúa flokka Heilbrigðismál eru ofarlega á baugi í umræðum í aðdraganda kosninga. Fulltrúar framboða til Alþingiskosninga greina frá sinni sýn varðandi uppbyggingu nýs þjóðarsjúkrahúss við Hring- braut. 10. Samhentur hópur Í Hringbrautarverkefninu starfar samhentur hópur með mikla þekkingu og reynslu úr hönnun- ar- og framkvæmdaverkefnum á byggingarsviði, en einnig í verkefnum á heilbrigðistækni- sviði. 12. 2 4 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 9 -3 7 C 0 1 B 0 9 -3 6 8 4 1 B 0 9 -3 5 4 8 1 B 0 9 -3 4 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.