Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 20
Ég er einmitt í göngum núna. Ég fer bara hingað upp á hól svo ég sjái yfir,“ sagði Jóhannes H. Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Samkvæmt talningu Bændablaðsins verða sextíu réttir haldnar um land allt um helgina, 35 í dag, laugardag, og 25 á morgun, sunnudag. Það getur verið nokkrum vand- kvæðum bundið að smala snemma árs í jafn hlýju veðri og verið hefur undanfarið um land allt. Ástæðan er sú að kindurnar vilja síður koma niður af fjallinu þegar vel viðrar. Þegar kólnar í veðri færa þær sig hægt og rólega niður fjallið og eru þá nær réttinni. „Þær eru alveg lausar við að vilja koma heim. Mér sýnist þær vera lengst uppi á eggjum í grjóti einhvers staðar. Þær hafa engan áhuga á því að koma heim strax,“ segir Jóhannes. Í Fljótum er alltaf smalað aðra helgina í september. „Við erum að smala þrjár eða fjórar helgar í röð svo við komumst þokkalega yfir það sem við erum að gera. Svo þarf að koma lömbunum í slátrun sem er orðið mjög skipulagt þannig að það eru ekki margir dagar í boði.“ Í lok smalatíðar er svo venjan að slá upp heljarinnar réttaballi. Í Fljótum fer ballið fram í félagsheimilinu Ket- ilási. „Það er eins mikið stuð og það getur orðið. Við réttum núna þrjá daga í röð og svo er aðalréttin okkar við hliðina á félagsheimilinu þannig að það er stutt á ballið. Það mega allir koma á ballið en það er mest stuðið í þeim sem hafa verið lengst í göngum og eru orðnir þreyttastir. Þeir verða að halda sér á dansgólfinu því annars sofna þeir bara.“ Á réttarballinu koma allir aldurshópar saman. Jóhannes má ekki vera að því að spjalla lengur því hann á fullt í fangi með ærnar. „Þær eru að gera árás á mig.“ Upplýsingar um réttir landsins um helgina má nálgast á vef Bændasam- takanna, bbl.is. Í mörgum þeirra eru gestir velkomnir að aðstoða en best er að hringja á undan sér. snaeros@frettabladid.is Réttir að hefjast um land allt Sextíu réttir fara fram um land allt um helgina og búast má við því að hundruð Íslendinga og forvitnir ferðamenn geri sér ferð út á land til að draga í dilka, hlaupa uppi óþekkt fé og uppskera ærlega. Sextíu réttir fara fram um helgina um allt land. Í mörgum þeirra er áhugasömum velkomið að koma og hjálpa til við að draga í dilka. Fréttablaðið/Valli Jóhannes H. ragnarsson, bóndi á brúnastöðum í Fljótum. Það mega allir koma á ballið en Það er mest stuðið í Þeim sem hafa verið lengst í göngum. Nánari upplýsingar: leiga@festi.is Verslunar- og skrifstofuhúsnæði til leigu REYKJAVÍKURVEGUR HAFNARFJÖRÐUR SKEMMUVEGUR KÓPAVOGUR DALBRAUT AKRANES GOÐAHRAUN VESTMANNEYJAR FLETTISKILTI BÍLDSHÖFÐA 20 Til leigu um 1.100m² atvinnuhúsnæði á mjög sýnilegum stað í Hafnarfirði við Reykjavíkurveg. Mjög góð aðkoma er að húsnæðinu og gengið er beint inn af stóru bílastæði. Húsið er atvinnuhúsnæði á jarðhæð en íbúðir á efri hæðum. Laust í ágúst 2016. Til leigu um 430m² skrifstofuhúsnæði/lager á jarðhæð á Skemmuvegi í Kópavogi. Góð aðstaða fyrir 20-30 starfsmenn í opnu rými, fjórar lokaðar skrifstofur eða fundarherbergi, möguleiki á að nýta bæði sem skrifstofur og lager. Skrifborð og stólar á staðnum. Eldhús og salernisaðstaða með sturtu. Hér er hægt að hefja rekstur strax. Til leigu um 360 m² verslunar- eða veitingahúsnæði á góðum stað á Dalbraut á Akranesi. Mjög góð aðkoma er að húsnæðinu og gengið er beint inn af stóru bílastæði. Í verslunarkjarnanum er m.a. Krónan, Penninn Eymundsson, Tryggingarmiðstöðin, Subway, snyrtistofa, blómabúð, bókasafn, tónlistarskóli og Íslandsbanki. Hér er hægt að hefja rekstur strax. Til leigu um 360 m² atvinnuhúsnæði á góðum stað við Goðahraun í Vestmanneyjum. Mjög góð aðkoma er að húsnæðinu, gengið er beint inn af stóru bílastæði. Hér er hægt að hefja rekstur strax. Laust auglýsingasvæði á flettiskilti á einum besta stað í borginni. 1 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r20 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð helgin 1 0 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 7 -C 3 4 0 1 A 8 7 -C 2 0 4 1 A 8 7 -C 0 C 8 1 A 8 7 -B F 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 9 6 s _ 9 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.