Fréttablaðið - 10.09.2016, Page 32

Fréttablaðið - 10.09.2016, Page 32
Æfir í Mjölni Hrefna Sætran: Ég æfi í Mjölni með þjálfara sem heitir Gerða og er snillingur. Þar sem ég er svo lágvaxin passar mér illa að æfa í tækjasal og því er Mjölnir minn staður. Þar nota ég eigin líkams- þyngd, ketilbjöllur, sippuband, kaðla og fleira skemmtilegt. Mark- miðið er að komast í handahlaup en það hef ég aldrei gert á ævinni. Einnig kíki ég í Goðaafl, Kick- box og Víkingaþrekið þar inn á milli. Ég er líka með klippikort í Sólum þar sem ég fer í jóga og jóga nidra sem er svefnjóga. Ég geri líka jóga nidra heima fyrir en finnst eiginlega betra að fara út úr húsi til að æfa. Ég fór í sjósund um daginn og var í 20 mínútur ofan í sjónum. Mig langar til að prófa það oftar í vetur en ég fann strax hvað það gerir manni gott. Svo er líka svo hollt að fara út fyrir þæginda- rammann því það heldur manni við efnið. Sartverji Þórdís lóa Þórhallsdóttir: Ég er Spartverji og æfi Metabolic í Spörtu heilsurækt. Öll hreyfing mín gengur út á heilbrigði og að vera í góðu formi svo ég geti stundað áhugamálin mín, s.s. veiðar, skíði, ferðalög, göngur og aðra útivist. Undanfarið hef ég verið að undirbúa mig fyrir hreindýra- veiðar í september þannig að ég hef verið að ganga ásamt því að koma mér aftur af stað í Metabo- lic eftir sumarið. Í vetur langar mig einnig að bæta við jóga. Það er mikil vinna fram undan og mikilvægt fyrir mig að hreyfa mig mikið því þá eykst orkan mín og fókus. Auk þess að hreyfa mig mikið borða ég hollan og góðan mat og sem minnst unninn. Ég veiði mikið og rækta allt grænmeti sjálf þannig að maturinn minn er „slow food“ matur. Fram undan er spennandi tími þar sem við vinnum „gourmet“ mat úr því sem við veiðum, t.d. silungi, laxi, gæs, rjúpu og hreindýri. landvÆttur lukka Pálsdóttir: Um jólaleytið í fyrra datt ég inn í einn skemmti- legasta heilsuræktarhóp sem ég hef kynnst. Þetta var hópur fólks sem setti sér það markmið að verða Landvættir og stundaði skíðagöngu, hjólreiðar, náttúru- hlaup og vatnasund saman undir styrkri handleiðslu Ferðafélags Ís- lands. Ég fór því vel út fyrir minn þægindaramma og öðlaðist nafn- bótina Landvættur í sumar. Þessi ástundun og félagsskapur gaf mér mikið og nú er markmið mitt að gera þetta allt saman aftur og bæta alla tímana mína. Það er fátt meira nærandi en holl hreyfing í íslenskri náttúru með gefandi fólki. Hollt mataræði skiptir auðvit- að miklu máli en í mínum huga snýst það ekki um nýjasta tísku- kúrinn eða ofurfæðu. Ég er hand- viss um að því minna unnin sem fæðan er, því hollari er hún, og við getum borðað úr öllum fæðu- flokkum ef við veljum hreint hrá- efni og óunnið. Trendið í vetur verður klárlega út með sykur, inn með holla fitu og mat sem nærir góða bakteríuflóru. Við verðum að fara að opna augun fyrir því að við getum ekki valið bæði: mikinn sykur og góða heilsu. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Sviti og Púl fraM undan Nú er sá árstími runninn upp þegar flestir landsmenn fara að huga að hreyfingu og líkamsrækt yfir veturinn. Fólk tekur sér ýmislegt fyrir hendur í þeim efnum eins og sjá má. Sumir velja kraftlyftingar en aðrir skíðagöngu eða jóga. Þar sem ég er lágvaxin passar mér illa að æfa í tækjasal og því er Mjölnir minn staður. Þar nota ég eigin líkamsþyngd, ketilbjöllur, sippuband, kaðla og fleira skemmtilegt.” Hrefna Sætran Ég fór vel út fyrir þægindarammann og öðlaðist nafnbótina Landvættur í sumar. Þessi ástundun og félagsskapur gaf mér mikið og nú er markmiðið að gera þetta allt saman aftur og bæta alla tímana mína.” Lukka Pálsdóttir. Öll hreyfing mín gengur út á heil- brigði og að vera í góðu formi svo ég geti stundað áhugamálin mín eins og veiðar, skíði, ferðalög, göngur og aðra útivist.” Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Íslendingar vita að krækiber eru sérlega holl og góð. Enn er hægt að tína þau en berin vaxa um allt land. Berin vaxa í köldu loftslagi og finn- ast víða á Norðurlöndum. Kræki- berin eru stútfull af andoxunarefn- um, þau eru járn- og trefjarík, inni- halda C- og E-vítamín. Þess utan eru þau vatnslosandi. Fyrir fólk sem er úti í náttúrunni í göngum eru berin ákaflega góð til að slökkva þorsta. Þau eru vatns- mikil. Berin geymast í tvær vikur í ísskáp og þau má nota í bakstur, í sósur eða marineringar, í þeytinga, út á hafragraut, jógúrt eða skyr. Talið er að krækiber hafi mjög góð áhrif á meltinguna. Svo er gaman að eiga kræki- berjavín um jólin. Krækiberjavín 1,5 kg krækiber 1 flaska vodka 1,2 kg sykur 7 dl vatn Setjið berin í smávegis vatn og látið standa yfir nótt. Þá er vodkanu hellt yfir berin og látið standa aðra nótt. Þá er soðið sigtað í gegnum bleiugas. Sjóðið 7 dl af vatni með sykri í fimm mínútur. Látið kólna. Þá er vodka- og berjasaftin sett saman við sykurvatnið. Þetta ætti að gefa um 3 lítra. Geymið í að minnsta kosti sex vikur áður en drykkurinn er borinn fram. HeiMagert KrÆKiberjavín SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 14-28 STÆRÐIR 14-28 EÐA 42-56 Fákafeni 9, 108 RVK Sími 581-1552 | www.curvy.is SKOÐAÐU ÚRVALIÐ EÐA PANTAÐU Á WWW.CURVY.IS Afgreiðslutímar í verslun okkar að Fákafeni 9 Alla virka daga frá kl.11-18 Laugardaga frá kl. 11-16 1 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r4 F ó L k ∙ k y n n i n G A r b L A ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G A r b L A ð ∙ h e L G i n 1 0 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 7 -A A 9 0 1 A 8 7 -A 9 5 4 1 A 8 7 -A 8 1 8 1 A 8 7 -A 6 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 9 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.