Fréttablaðið - 10.09.2016, Side 34

Fréttablaðið - 10.09.2016, Side 34
Lilja Björk Hauksdóttir liljabjork@365.is Fyrir þremur árum þurfti tón- listarmaðurinn Jón Hilmar Kára- son hugmynd fyrir hádegistón- leika sem hann ætlaði að halda. „Ég settist því niður og af þess- um fundi með sjálfum mér þá fæddist hugmyndin um BLIND verkefnið,“ útskýrir Jón Hilmar. Á BLIND tón- leikum upplifa gestir tón- list, sögur, hljóð og ýmislegt fleira með bundið fyrir augun. Sagnaþulan Berglind Ósk, gít- arleikarinn Jón Hilmar og hljóð- listamaðurinn Guð- jón Birgir fara með þá í sérstakt ferða- lag. Þessi nálgun gefur listamönnunum óteljandi tækifæri á að koma gestum á óvart. BLIND tónleikarnir eru partur af Innrás úr Austri sem fram fer í Hörpu í kvöld. Á s a mt B L I N D munu hljómsveitirn- ar FURA, VAX og DÚTL koma fram en öll þessi atriði eiga rætur að rekja til Austurlands. Tónleikarnir verða fjölbreytt- ir þar sem gest- ir fá að upplifa ævin týraheim BLIND, gítar- bræðing frá DÚTLI, rokk og ról frá VA X I o g elektróníska tóna með vídeólista- verkum frá FURU. SérStök upplifun „Við höfum fengið mismunandi listamenn til að spila á BLIND tónleikunum. Í rauninni upplifir bæði gesturinn og tónlistarmað- urinn tónleikana á allt annan hátt en venjulega tónleika. Þegar bund- ið er fyrir augun þá er ekkert að trufla hlustunina, augun eru ekki að teyma hugann neitt annað og upplifunin verð- ur mjög sérstök. Við dæmum svo mikið með augunum en allir fordómar hverfa á BLIND. Við höfum spilað á kaktus og allir hlusta. Við höfum spil- að á saumavél og eng- inn hlær,“ segir Jón Hilmar. Engar myndir Hann segir gesti tónleik- anna eiga von á bæði góðri skemmtun og því að verða svolítið hissa í kvöld. „Þetta verður að hluta til svolítil óvissuferð og fólk þarf að treysta okkur. Þetta er spurning um traust þegar fólk sest niður með fullt af öðru ókunnugu fólki og ætlar að binda fyrir augun á sér og ekki sjá neitt í tuttugu mínútur. Það getur verið óþægilegt ef það nær ekki að treysta mér, ef ég næ ekki að segja eitthvað fallegt við það þannig að það treysti því að það sé öruggt á tónleikunum. Ég byrja því tónleikana með smá tölu og fæ gesti á mitt band. Þegar við höfum sýnt fyrir útlendinga þá hafa þeir margir verið óróleg- ir en yfirleitt nær fólk að slaka á og njóta. En það þarf að treysta.“ Þess vegna hefur ekki verið leyft að taka myndir á BLIND tónleik- um. „Sennilega eru þetta einu tón- leikarnir í heiminum þar sem eng- inn hefur nokkurn tíma tekið upp hljóð eða mynd á símann sinn. Við höfum aldrei sýnt BLIND fyrir fimm hundruð manns í einu eins og von er á í kvöld og það verð- ur spennandi að flytja tónleikana fyrir svo marga.“ BlúS, fönk, rokk og ról Auk BLIND tónleikanna munu þrjár hljómsveitir koma fram í kvöld. DÚTL sem leikur melód- ískan blús og fönkskotna gítar- tónlist og þar verður gítarleikar- inn Jón Hilmar í broddi fylking- ar, VAX sem leikur rokk og ról af bestu gerð í anda sjöunda ára- tugarins og hefur leikið víða um heim og á flestum helstu rokk- hátíðum landsins, eins og Aldr- ei fór ég suður og Bræðslunni, og hljómsveitin FURA sem er hljóm- sveit Seyðfirðingsins Bjartar Sig- finnsdóttur sem nýlega gaf út sína fyrstu plötu sem ber nafn sveitar- innar. FURA starfar í Danmörku og hefur verið að spila á hátíðum víða um heim. Með hljómsveitinni koma vídeólistamennirnir Rasmus Ottesen Stride og Hilmar Guðjóns- son fram en annars skipa sveitina, auk Bjartar, Emil Vissing og Tro- els Holdt. HluSta BEtur mEð Bundið fyrir augu Gestir Hörpu í kvöld eiga óvissuferð fyrir höndum þegar Innrásin úr Austri fer þar fram. Þar verða áheyrendur með bundið fyrir augun hluta af tónleikunum og hlusta líka á blús, rokk og elektróníska tónlist. Jón Hilmar kemur líka fram á tónleikunum í kvöld með hljóm- sveitinni DÚTL sem leikur melódískan blús og fönkskotna gítartónlist. Jón Hilmar hélt BLIND tónleika fyrir nemendur Landakotsskóla í gær. Í kvöld munu gestir Hörpu verða með bundið fyrir augun á tónleikum hans. MYND/GVA IÐNFYRIRTÆKI TIL SÖLU Rótgróið iðn- og þjónustufyrirtæki með 34 ára sögu er nú til sölu. Um er að ræða skerpingarverkstæði og rekstur verslunar í Kópavogi. Fyrirtækið vinnur fyrir álver og stærstu trésmíðaverkstæði landsins og hefur leiðandi stöðu á sínu sviði. Góð vaxtartækifæri. Rekstur fyrirtækisins er nú til sölu ásamt stórum vélasal. Væntanleg ársvelta 2016 um 50 milljónir króna. Hjá fyrirtækinu starfa tveir starfsmenn. NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 840-3425. Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl. 11–18 laugardaga kl. 11-15 2 skálmasnið Gallabuxur á 11.900 kr - stærð 34 - 52 - teygja í mitti - engir vasar - háar í mittið - Snið slim - 2 litir: dökk- blátt, milliblátt - Snið regular - 3 litir: dökkblátt,milli - blátt, grátt Skyrta á 8.900 kr. 1 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r6 F ó L k ∙ k y n n i n G A r b L A ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G A r b L A ð ∙ h e L G i n 1 0 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 7 -F 4 A 0 1 A 8 7 -F 3 6 4 1 A 8 7 -F 2 2 8 1 A 8 7 -F 0 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 9 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.