Fréttablaðið - 10.09.2016, Side 49

Fréttablaðið - 10.09.2016, Side 49
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. Við sækjumst eftir hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem og nýútskrifuðum til starfa á lungnadeild. Deildin er bráðadeild með hágæslurýmum og eina sérhæfða lungna­ deildin á landinu. Þar fer fram greining og meðferð á sjúklingum með bráða og langvinna lungnasjúkdóma sem og svefnháða öndunar­ truflana. Á deildinni starfa um 70 manns í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi og tækifæri eru til að vaxa í starfi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða aðlögun. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR SJÚKRALIÐI Lungnadeild LANDSPÍTALI ... ALLRA HAGUR! Við sækjumst eftir faglegum hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum til starfa á meltingar­ og nýrnadeild 13E við Hringbraut. Deildin er 19 rúma legudeild og þjónar sjúklingum með bráða og langvinna sjúkdóma í meltingarfærum og nýrum. Lögð er áhersla á að skapa uppbyggjandi starfsumhverfi og veita einstaklingshæfða hjúkrun. Á deildinni starfa um 60 manns í þverfaglegu teymi. Mjög góður starfs andi er ríkjandi og ótalmörg tækifæri eru til að vaxa í starfi. Við vinnum markvisst að því að gera deildina okkar betri og fögnum nýjum hugmyndum. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR SJÚKRALIÐI Meltingar- og nýrnadeild Vegna skipulagsbreytinga óskar Landspítali eftir að ráða starfsfólk í býtibúr á Landakoti. Við sækjumst eftir liðsmönnum sem hafa góða þjónustulund, eru stundvísir og liprir í samskiptum. Á Landakoti eru endurhæfingardeildir fyrir aldraða þar sem megin­ markmiðið er að auka lífsgæði og færni til athafna daglegs lífs. Lögð er áhersla á góða umönnun og umhyggju í rólegu umhverfi þar sem þjónusta við sjúklinga og fjölskyldu byggir á þekkingu og fjölfaglegri nálgun. STARFSFÓLK Í BÝTIBÚR Landakot Við óskum eftir stuðningsfulltrúa/ráðgjafa sem hefur áhuga á að starfa með ungu fólki. Á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild (SEG) Kleppi starfa um 28 manns og ríkir þar einstaklega góður starfsandi sem einkennist af vinnugleði, metnaði, skipulagi og sveigjanleika og ótal tækifæri eru til að vaxa í starfi. Vaktabyrðin er hófleg og því óhætt að segja að starfsumhverfið sé fjölskylduvænt. Deildin er 10­11 rúma legudeild og sinnir meðferð ungmenna á aldrinum 18­30 ára sem flest eru greind með geðrofssjúkdóma og fíknivanda. Rík áhersla er lögð á að styðja vel nánustu aðstandendur. Markmið endurhæfingar er að endurhæfa skjólstæðingana aftur út í samfélagið. Mikið er lagt upp úr því að virkja sjúklingana á allan mögulegan hátt á deildinni, úti í samfélaginu og í samstarfi við iðjuþjálfun og Batamiðstöðina á Kleppi. RÁÐGJAFI/ STUÐNINGSFULLTRÚI Sérhæfð endurhæfingargeðdeild Við óskum eftir metnaðarfullum og faglegum sjúkraliðum með framúrskarandi samskiptahæfni til starfa á blóðlækningadeild. Deildin er 14 rúma legudeild þar sem fer fram sjúkdómsgreining og krabbameinsmeðferð sjúklinga með blóðsjúkdóma auk stuðningsmeðferðar í tengslum við aukaverkanir. Á deildinni starfa um 50 manns og leggur starfsfólk deildarinnar áherslu á góð samskipti við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Góður starfsandi er ríkjandi og tækifæri eru til að vaxa í starfi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. SJÚKRALIÐI Blóðlækningadeild Ertu hugmyndaríkur og tilbúinn að takast á við ný og krefjandi verkefni? Við leitum eftir jákvæðum og metnaðarfullum lífeindafræðingi í krefjandi starf. Um er að ræða nýtt starf í tengslum við nýjan hringhraðal og framleiðslu geislavirkra efna fyrir jáeindaskanna og verður viðkomandi mikilvægur hlekkur í öflugu starfi á þessu sviði. Röntgendeild Landspítala sinnir læknisfræðilegri myndgreiningu og geislavörnum á spítalanum. LÍFEINDAFRÆÐINGUR Röntgendeild Við sækjumst eftir hjúkrunarfræðingi með framúrskarandi samskipta­ og samstarfshæfileika í starf deildarstjóra á móttökugeðdeild 32A. Á deildinni starfa um 30 manns. Hjúkrunardeildarstjórinn er yfirmaður hjúkrunar á deildinni, stjórnar daglegum rekstri og er leiðandi um hjúkrunarfræðileg málefni innan deildarinnar. Á deildinni eru 17 rými fyrir sjúklinga sem þurfa greiningu og meðferð vegna geðrænna vandamála. Sérhæfing deildar er m.a. meðferð vegna átröskunar. Lögð er áhersla á góða samvinnu og endurskoðun á störfum og verkferlum á deildinni með hugmyndafræði geðhjúkrunar og bata miðrar þjónustu að leiðarljósi. HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI Geðsvið NÁNARI UPPLÝSINGAR Á HEIMASÍÐU LANDSPÍTALA; WWW.LANDSPITALI.IS/MANNAUDUR OG STARFATORGI; WWW.STARFATORG.IS 1 0 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 7 -F 9 9 0 1 A 8 7 -F 8 5 4 1 A 8 7 -F 7 1 8 1 A 8 7 -F 5 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 9 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.