Fréttablaðið - 10.09.2016, Síða 63
Kristmann hefur aukið innflutn-
ing og rekur nú öfluga verslun
samhliða því að veita góða skerpi-
þjónustu. „Ég hef breytt aðeins
um áherslu og býð nú upp á yfir-
gripsmikið úrval af hjólsagarblöð-
um í mörgum gerðum og stærðum,
sagarblöð, handfræsitennur, band-
sagarblöð, tifsagarblöð, formtenn-
ur, dósabora, þrepabora, haka og
margt, margt fleira. Allt á ein-
staklega góðu verði,“ segir hann.
„Einnig bjóðum við alhliða skerp-
ingar.“
RótgRóið fyRiRtæki
Skerping ehf. er rótgróið fyrir-
tæki sem stendur við Smiðju veg
11 í Kópavogi. Þar hefur Krist-
mann staðið vaktina í rúm þrjá-
tíu ár. „Ég er bæði lærður húsa-
smiður og húsgagnasmiður og tók
meistarann fyrir fjörutíu árum,
eins og menn gerðu þá, með fullri
vinnu,“ segir Kristmann, sem
stofnaði Skerpingu árið 1982. „Ég
hef alltaf haft gaman af málm-
smíði og þar sem skerping á blöð-
um er þjónusta við þær iðngrein-
ar, húsgagna- og húsasmíði, sem
ég er menntaður í, gat ég sam-
einað þessi áhugamál mín,“ segir
hann.
Kristmann byrjaði smátt en
færði svo út kvíarnar. „Ég leigði 40
fm skúr fyrst í Skeifunni þar sem
Víðir er í dag og byrjaði með eina
vél og flutti svo í Kópavoginn sjö
árum seinna.“ Skerping er í dag
rekin í 240 fm húsnæði og helstu
verkefnin felast í að þjónusta tré-
og málmiðnaðinn með skerpingu á
blöðum úr vélum. Í vinnslusalnum
má finna yfir 20 vélar.
„Í sjálfvirkri segulplanvél
skerpum við allt að þrjú hund-
ruð og fimmtán sentimetra lang-
ar tennur og svo er ég að smíða
alls konar tennur fyrir tréiðnað
og við sinnum ýmsum verkefnum
sem koma inn á borð til okkar,“
segir Kristmann og bætir við að
tennur frá honum hafi verið not-
aðar til að gera skrautlista í Iðnó
og Ráðhúsið svo dæmi séu tekin.
Hann bætir við að nokkurs mis-
skilnings gæti þegar fyrirtækið
ber á góma. „Fólk virðist halda að
við séum eingöngu í því að brýna
garðklippur og handverkfæri og
eitthvað slíkt en það er misskiln-
ingur. Fyrirtækið fæst við svo
miklu meira.“ Stærsti hluti starf-
seminnar snýst um að brýna og
skerpa enda er fyrirtækið í föst-
um viðskiptum við nokkra stóra
viðskiptavini.
„Við brýnum blöð fyrir ALCOA
til dæmis og erum eina fyrir-
tækið á landinu með vél sem
getur brýnt svo stór blöð, en þau
eru upp í 110 sentimetra í þver-
mál. Svo erum við með vélar sem
brýna blöð allt niður í sjö senti-
metra svo það er mikil breidd
þarna á milli. Ég er búinn að vera
í þessu hálfa ævina og veit alveg
hvað ég er að gera þegar ég vel
inn þessa vöru,“ segir Kristmann.
Hann hefur einnig látið fram-
leiða fyrir sig blöð erlendis, sem
byggja á reynslu hans og þekk-
ingu á faginu. Hann er þó hóg-
vær þegar það ber á góma.
„Þetta eru engin geimvísindi.
Ef maður þarf að langskera efni
þá er 20 gráðu halli, ef það á að
búta niður efni er hallinn 12 gráð-
ur, ef það eru álblöð þá er nega-
tífur halli,“ segir Kristmann og
bætir því við að hann þaulprófi
hverja vöru áður en hún fer í sölu
í búðinni. „Ég prófa þetta allt og
það er enginn gæðamunur, bara
verðmunur.“
til sölu
Kristmann hefur hug á því að
selja fyrirtækið. „Ég er kominn
á þann aldur að mig langar að
einbeita mér að áhugamálunum
mínum og barnabörnunum,“ segir
hann, en bætir við að hann muni
auðvitað sakna þess að sinna
fyrir tækinu. „Það er samt gaman
að skilja við fyrirtækið í vexti og
blóma og vonandi að einhver finni
sig í því að taka við keflinu.“
Kristmann Þór Einarsson, eigandi Skerpingar í Kópavogi, heldur hér á sagarblaði en hann flytur inn mikið magn slíkra blaða af öllum stærðum og gerðum. MYND/GVA
Anuphoung Khandong er frá Taílandi en hefur starfað hjá Skerpingu í 15 ár. MYND/GVA
Dósaborar sem koma í handhægum töskum og fást í Skerpingu. MYND/GVA
skeRping vex hRatt og dafnaR
SKERPING EHF KYNNIR Kristmann Þór Einarsson, eigandi Skerpingar í Kópavogi, byrjaði í skúr í Skeifunni en rekur nú
umsvifamikið fyrirtæki sem sérhæfir sig meðal annars í innflutningi á sagarblöðum, handfræsitönnum og bandsagarblöðum
auk þess að veita sérhæfða og persónulega þjónustu. Fyrirtækið hefur vaxið mikið á undanförnum árum.
F ó l k ∙ k y n n i n g a r b l a ð ∙ X X X X X X X X 7l a U g a r D a g U r 1 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F ó l k ∙ k y n i n g a r b l a ð ∙ h e l g i n
1
0
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:2
1
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
8
7
-F
4
A
0
1
A
8
7
-F
3
6
4
1
A
8
7
-F
2
2
8
1
A
8
7
-F
0
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
9
6
s
_
9
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K