Fréttablaðið - 16.07.2016, Page 8

Fréttablaðið - 16.07.2016, Page 8
sem höfðu umkringt bifreiðina, en hitti engan. Svo féll hann fyrir byssu- skotum frá lögreglunni, sem skaut tugum skota á bifreiðina. „Hryllingur, hryllingur hefur enn á ný lostið Frakkland,“ sagði Hollande forseti í ávarpi sínu til þjóðarinnar í fyrrinótt, fáeinum klukkustundum eftir árásina. Hann sagði engan vafa leika á því að þetta væri hryðjuverk, runnið undan rifjum íslamista, og rifjaði upp árás- irnar tvær í París á síðasta ári, fyrst í janúar og svo aftur í nóvember. Hann sagði Frakkland greinilega helsta skotmark íslamista í Evrópu. Frakkar muni bregðast við með því að auka enn frekar hernaðarumsvif sín í Sýrlandi og Írak. Neyðarástandið í Frakklandi, sem stjórnvöld lýstu yfir eftir árásina í París í nóvember og átti að falla úr gildi innan skamms hefur nú verið framlengt um að minnsta kosti þrjá mánuði. Nokkur mannskæð- ustu hryðjuverkin síðan í byrjun árs 2015 7. - 9. janúar, 2015 16 manns myrtir í árásum í París, flestir á ritstjórnarskrifstofum skoptímaritsins Charlie Hebdo. 10. október, 2015 103 myrtir í sjálfsvígsárás á friðar- samkomu í Ankara, Tyrklandi. 13. nóvember, 2015 130 manns myrtir í sjálfsvígsárás- um og skotárásum á sex stöðum í París. 22. mars, 2016 32 myrtir í sjálfsvígsárásum þriggja manna á flugvelli og lestarstöð í Brussel. 12. júní, 2016 49 myrtir í skotárás á skemmti- stað hinsegin fólks í Orlando í Flórída, Bandaríkjunum. 29. júní, 2016 41 myrtur í sjálfsvígs- og skotárás á Ataturk-flugvellinum í Istanbúl, Tyrklandi. 2. júlí, 2016 250 manns myrtir í sprengju- árásum í Bagdad. Frakkland „Tímarnir hafa breyst og nú þarf Frakkland að læra að lifa með hryðjuverkum,“ sagði Manuel Valls forsætisráðherra í gær. Bæði hann og François Hollande forseti fullyrtu að árásin í Nice væri hryðjuverk. Engar upplýsingar höfðu þó verið birtar um tengsl árásarmannsins við hryðjuverkahópa né skoðanir hans í þjóðfélagsmálum. Engin hryðju- verkasamtök höfðu heldur lýst yfir ábyrgð á árásinni, en margir stuðn- ingsmenn þeirra hafa samt fagnað henni á samfélagsmiðlum. Árásarmanninum, hinum 31 árs gamla Mohammed Lahouaiej Bou- hlel, tókst að drepa 84 vegfarendur með því að aka flutningabifreið á fjölda fólks á strandgötu í Nice, þar sem mannfjöldinn hafði verið að fylgjast með flugeldasýningu í tilefni þjóðhátíðardags Frakklands. Sorg og reiði „Hér er bara mikil sorg og fólk er í sjokki. Fólk er að vinna úr þessu og athuga með vini sína, finna út hvort allir séu heilir,“ segir Berta Guðjóns, íslensk kona sem búið hefur í Nice í 13 ár. Sjálf var hún heima hjá sér þegar árásin var gerð og enginn úr hennar vinahópi skaddaðist. „Við erum þó búin að heyra að einn vinur okkar missti systur sína og maðurinn hennar er á sjúkrahúsi. Fólk er líka reitt,“ segir hún og nefnir vinkonu sína, skoska, sem varð vitni að atburðunum. Hún hafi sagt öryggisráðstafanir hafa verið afskaplega litlar. Fólk skilji ekkert í því af hverju viðbúnaðurinn hafi ekki verið meiri. „Hún bað mig um að koma með sér að horfa á flugeldasýninguna, en ég mátti ekki vera að því að fara.“ Þekktur fyrir heimilisofbeldi Bouhlel var franskur ríkisborgari ættaður frá Túnis, þriggja barna faðir og bjó í Abattoir-hverfi. Hann hafði komist í kynni við lögregluna vegna heimilisofbeldis og annarra afbrota en enginn grunur hafði vaknað um að hann væri líklegur til að fremja hryðjuverk. Hann er sagður hafa leigt flutn- ingabílinn tveimur dögum fyrir voðaverkið. Hann var með skamm- byssu og í bílnum fundust eftirlík- ingar af skotvopnum og sprengjum. Nágrannar segja hann hafa verið frekar óhugnanlegan í framkomu. Hann hafi hangið mikið á knæpu þar í götunni, þar sem hann bæði drakk og stundaði fjárhættuspil. „Hann svaraði aldrei þegar við yrtum á hann eða köstuðum á hann kveðju, hann bara starði á okkur ill- úðlega,“ hefur breska dagblaðið The Guardian eftir einum þeirra. „Það eina sem ég vissi er að hann átti í vandræðum með konuna sína, en við sáum hana aldrei og krakkana þeirra ekki heldur.“ Fimmtíu í lífshættu Síðdegis í gær voru fimmtíu manns enn í lífshættu, til viðbótar þeim 84 sem létu strax lífið. Meðal þeirra sem létust var kona að nafni Fatima Charrihi. Fjölmiðlar hafa eftir syni hennar að hún hafi verið ein þeirra fyrstu sem urðu fyrir flutningabílnum: „Það eina sem ég get sagt er að hún var með slæðu, lagði stund á íslam og gerði það með réttum hætti. Það var raunveruleg íslamstrú, ekki sú útgáfa sem hryðju- verkamenn stunda.“ Lögreglunni tókst ekki að stöðva bifreiðina fyrr en maður nokkur tók upp á því að stökkva framan á bílinn. Ökumaðurinn stöðvaði þá bílinn og reyndi að skjóta manninn. Hann skaut einnig á lögreglumenn Frakkar í uppnámi eftir voðaverk í Nice Rúmlega þrítugur sendibílstjóri myrti að minnsta kosti 84 í Nice að kvöldi 14. júlí, þegar hátíðarhöldum var að ljúka. Franskir ráða- menn segja árásina greinilega hafa verið hryðjuverk. Íslensk kona í Nice segir að andrúmsloftið í borginni einkennist af sorg og reiði. Hryllingur, hryll- ingur hefur enn á ný lostið Frakkland. François Hollande, forseti Frakklands Hann svaraði alrei þegar við yrtum á hann eða köstuðum á hann kveðju, hann bara starði á okkur illúðlega. Ónafngreindur nágranni fjöldamorðingjans Hér er bara mikil sorg og fólk er í sjokki. Fólk er að vinna úr þessu og athuga með vini sína, finna út hvort allir séu heilir. Berta Guðjóns, búsett í Nice Over 80 people have been killed in the French city of Nice after a terrorist ploughed a truck into a large crowd during Bastille Day celebrations Bastille Day terror attack in Nice MEDITERRANEAN SEA Site of fireworks display Hôtel de Ville PR OM ENA DE D ES AN GLAIS N I C E Palais de la Méditerranée OLD TOWN Negresco Musée Place Masséna Harbour Thursday, 23:00 local time (21:00 GMT): Large lorry turns onto famed Promenade des Anglais, slamming into spectators watching fireworks Driver shot dead after driving truck 2km through crowd. Guns and grenades found inside lorry 250m 155 miles parís Nice FRAKKLAND Flugeldasýning Ráðhúsið ADE DES ANG LAIS Nic l is de la Gamla borgin Negresco Hótelið a sena- safnið M ssena- torgið Barnaspítali Höfnin Lestarstöð 250m 155 mílur ✿ Fjöldamorð á Bastilludeginum Flutningabílstjóri varð að minnsta kosti 84 manns að bana í Nice þegar hann ók á fjölda fólks í fyrrakvöld þegar hátíðarhöldum var að ljúka í tilefni af Bastilludeginum, þjóðhátíðardegi Frakka. Bifreiðin stöðvuð og ökumaðurinn drepinn eftir að hann hafði ekið 1,8 kílómetra og myrt að minnsta kosti 84 og sært tugi. Fimmtudagur, kl. 23.00 að staðartíma Stórum flutningabíl ekið inn á strandgöt- una Promenade des Anglais, þar sem fólk var að fylgjast með flugeldasýningu. Fréttablaðið/Graphic News Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að vettvangi voðaverksins til að minnast þeirra sem létust. NordicphotoS/AFp Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is 1 6 . j ú l í 2 0 1 6 l a U G a r d a G U r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 1 6 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :3 8 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 0 4 -F 0 3 0 1 A 0 4 -E E F 4 1 A 0 4 -E D B 8 1 A 0 4 -E C 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.