Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1985, Page 3

Víkurfréttir - 19.12.1985, Page 3
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ 1985 Fréttir jólanna Ég hef verið að velta þvífyrir mér síðan ég var beðinn að skrifa jólahugvekju í Víkur-fréttir, hvort yfir höfuð nokkur lesi þess konar skrif Eg komst að þeirri niður- stöðu, að sennilega vceru þeirfáir. En ég var ekki alveg sáttur við þau málalok og ákvað því að reyna að hafa þessa hugvekju nógu stutta, því með því móti vceri meiri líkur á að fleiri lcesu. Ég geri nefnilega ráðfyrir að tvennt í rauninni komi þar til. Annars vegar nennum við ekki að lesa langan texta, sérstaklega ekki í dagblöðunum, sem eigafyrst og fremst aðflytja okkur stuttar fréttir. Hins vegar lceðist sá grunur að mér, að margur fletti áfram, þegar hann sér yfirskriftina, ,,jólahugvekja“. Það er ekki vegna þess að fólk sé andsnúið efninu, heldur hafi margur fyrirfram mótaðar hugmyndir hvert sé innihald slíkra greina. „Æ, þetta er nú bara um Jesú og Guð“. Við þessu er unnt að bregðast á þrjá vegu, að mínu mati. I fyrsta lagi halda sama striki áfram og áður, skrifa langa hugvekju um „Guð og svoleiðis“, í öðru lagi mcetti rita styttra mál um sama innihald, nú, eða þá íþriðja lagi að skrifa alls ekki um þá Jesú og Guð, og helst þá eitthvað nógu stutt, svo enn meiri líkur væru á að fleiri læsu. Þetta heitir á nútímamáli „að koma til móts við óskir lesenda“ (síðasttalda atriðið). Gott og vel. Er ég ekki reyndar á góðri leið með að skrifa um eitthvað allt annað en Jesú ogjólin? Ég hef ekki minnst á Guð nema óbeint. Nú verður að taka til við slíkt, vegna þess aðþað er óhjákvæmilegt þegar jóla- hugvekja er yfirskriftin! Það mætti halda áfram í svipuðum dúr og ég hef gert og láta hugann reika. En „ fréttir“ jólanna eru einmitt þess eðlis, að þær leyfa engum slíkt hugarflug. Þær láta engan ósnortinn, sem á annað borð hugleiðir þær. Hugurinn beinist að þessu eina, fæðingu Jesú í Betlehem, í landi fjarri okkar, endur fyrir löngu. Að rita um eitthvað annað á jólunum, er undan- sláttur og flótti frá boðskap jólanna, líkt og maður styngi upp í eyrun og láti sem maður heyri ekki söng englanna, eða kannist ekki við myndina af barninu í jötunni. En það er að vissu leyti svar ísjálfu sér. Fréttin er nefnilega mjög óvenjuleg. Með þessu barni er Guð að grípa inn í atburðarás sögunnar með svo hversdagsleg- um hætti, sem fæðing barns er. Hins vegar felst í því djúp merking, sem m.a. felur í sér tilboð til manna um frið á jörðu og frelsara til handa öllum mönnum. Það er því afar skiljanlegt að við bregðumst við á aðeins tvo vegu. Annað hvort skynjum við þetta sem aðeins enn eina fæðingu barns, eða að jafnframt boði jólin okkur tilkomu Guðs ríkis hér á jörðu. Það er ekki unnt að ætlast tilþess að allir taki svo farstæðukennd- um boðskap, sem alvarlegum fréttum. Afhverju skyldi einmitt þetta barn vera Guð meðal manna, eða Immanúel, eins og Biblían orðar þá miklu von allra sannra manna? Við jólunum og fréttum þeirra getum við aðeins tekið í barnslegri trú. Það er leið okkar manna inn um dyr ríkis himnanna. Boðskapur jólanna, sálmarnir sem við syngjum á komandi hátíð, kalla fram hjá okkur barnið í okkur og við fellum um stund grímu kaldrar skynsemi. Jólin snúast um að við verðum sem börn og treystum fullkomlega Guði föður fyrir lífi okkar allt til enda veraldar og lifum í samræmi við það traust frá degi til dags. Slíkt barn fæddist á jólunum, Jesús Kristur í Betlehem. I samfylgd með honum megum við vænta eilífs samfélags við Guð og ganga inn til dýrðar jólanna. Guð gefi þér og þínum gleðilega jólahátíð. ÞORVALDUR KARL HELGASON Njarðvíkum

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.