Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 12
JÓLABLAÐ 1985 VÍKUR-fréttir l-X-2 l-X-2 „Oldham er mitt lið tt Körfubolti, 1. deild: Jafn leikur í Grindavík Sá sem tippar þessa vikuna er enginn annar en hinn fjall- hressi, ungi og upprennandi knattspyrnukappi, Einar Þór Kristjánsson. Hann hafði þetta að segja um deildina: „Oldham hefur alltaf verið mitt lið. Ég dvaldst þar í æsku og öðlaðist mest alla mína knattspyrnukunnáttu hjá þeim. Ég get að sjálfsögðu ekki spáð þeim sigri í 1. deild- inni, því þeir leika í annarri deild. Strákarnir í Stoke eru allir ungir og upprennandi og ég býst við að þeir verði komnir á toppinn ’87“ Ertu mikill tippari? „Já, það er óhætt að fullyrða það. Ég er að meðaltali með 6 gula á viku. Mesta sem ég hef eytt í seðla er sennilega i kringum 10.000 kr., en það var nú fyrir myntbreyting- una“. Hvað hefurðu verið með best? „Ég er nú yfirleitt með tvo rétta en næ þó stundum þremur. Núna ætla ég mér aftur á móti meira og stefni beint á Wembley“. Hver sýnist þér mesti spennuleikur þessarar umferðar? „Það er tvímælalaust leikur Arsenal og Man. Utd. Arsenal er topplið og þeir eiga eftir að knýja fram sigur gegn United“. Meira varð ekki fengið upp úr Einari, enda maður alveg dæmalaust hlaðinn verkefnum. Það þarf jú að skúra og skreyta jólatréð. Við kveðjum í bili og bjóðum gleðileg jól og farsælt komandi .... Gunnar Már með 5 rétta Gunnar Már hafði ekki heppnina með sér á síðasta seðli, náði aðeins 5 réttum. En hvað ætlar Oldham-áhangandinn að gera? Heildarspá Einars: Leikir 21. desember: Birmingham - Chelsea .. 2 Coventry - Everton .... 2 Liverpool - Newcastle .. I Luton - West Ham .... 2 Man. Utd. - Arsenal ... 2 Sheff. Wed. - Man. City I Tottenham - Ipswich ... I Charlton - Grimsby ... X Fulham - Middlesboro X Huddersfield - Oldham . 2 Stoke - Barnsley ....... 1 Wimbledon - Sheff. Utd. 2 UMFG - Reynir 58:55 UMFG sigraði nágranna sína úr Sandgerði í sl. viku, er liðin áttust við í Iþrótta- húsi Grindavíkur, með 58:55. Var þetta mjög spennandi leikur og gátu stigin endað á báða bóga. Staðan í leikhléi var 26:24 fyrir Grindavík. Leikurinn var í járnum allan tímann og var jafnt á stigum mest allan fyrri hálf- leikinn. Um miðjan hálf- leikinn náðu Grindvíkingar góðum kafla, en Reynir lét þá ekki fara of langt frá sér og minnkuðu muninn í tvö stig fyrir leikhlé. í seinni hálfleik náðu Reynismenn fljótlega for- ystunni og héldu henni mest allan seinni hálfleik- inn og virtist sem þeir ætluðu að sigra í þessum leik. En Grindvíkingar gáf- ust ekki upp og náðu að komast yfir rétt fyrir leiks- lok og sigruðu með naum- indum. Þetta var sannkall- aður spennuleikur og voru úrslitin ekki ráðin fyrr en flautað var til leiksloka. Eldur frá rafmagni Síðdegis sl. sunnudag var Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kvatt út að vörulager íslensks Mark- aðar að Iðavöllum 14b í Keflavík. Hafði eldur komist í þakskegg út frá rafmagnsljósi og var hann fljótt slökktur án teljandi tjóns. - epj. VÍKUR-fréttir Málgagn Suðurnesjamanna VÖRUR Á TILBOÐI Úrbeinaðir svínahamborgarhryggir Svínahamborgarhryggir með beini Svínahnakki ................... Kindahamborgarhryggir.......... 810,00 pr. kg 556,00 pr. kg 549,00 pr. kg 318,00 pr. kg Hangiframpartar, úrb. ... 250,00 pr. kg Hangiframpartar.......... 180,00 pr. kg Hangilæri ............... 298,00 pr. kg Úrbeinað hangilæri ...... 398,00 pr kg 298,00 pr. kg 366,00 pr. kg 287,00 pr. kg 420,00 pr. kg 295,00 pr. kg London lamb Kryddlæri .. Krydd frampartar Aligæs ......... Aliendur ....... ; SfAÚUZ. hamborgán... Jólakjötið á jóla-afslætti Verð sem þolir samanburð, enda í mörgum tilfellum lægra en í fyrra. NONNI & BCIBBI Hringbraut 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.