Víkurfréttir - 19.12.1985, Side 22
JÓLABLAÐ 1985
VÍKUR-fréttir
„Sá sem nennir að vinna,
þarf ekki að kvarta
- segir Jói á Lindinni
Ef einhver minnist á Jóhann Ólafsson er ekki víst að
allir viti hvern um er talað. Ef aftur á móti er minnst á
Jóa á Lindinni þá vita allir við hvern er átt. Jói hefur
rekið sjoppu við Hafnargötuna svo lengi sem elstu
menn muna. Hann er frægur fyrir pylsurnar sinar,
sinnepið og tíkallakassana, en frægastur er hann þó
fyrir konfektið. Við tókum Jóa tali um þetta og ýmis-
legt annað sem ber á ^óma við sjoppurekstur. Fyrst
spurðum við hann út 1 konfektið.
„Ég legg áherslu á það að
vera alltaf með konfektið
nýtt, gott og ferskt“ og því
til frekari sönnunar rétti
hann blm. konfektkassa
með þeim orðum að við á
ritstjórninni gætum bara
smakkað það sjálfir.
FÉLAGSBÍÓ
kynnir jólamyndina í ár:
Frábær gamanmynd
Gleðileg jól
En hvar og hvenær hóf Jói
reksturinn?
„Ég byrjaði á Hafnar-
götu 19 og var þá á milli
tveggja stórkaupmanna
þeirra tíma, Ingimundar í
Ingimundarbúð ogjósafats
í Kyndli. Þaðan flutti ég svo
um áramótin 70-71, hingað
nr. 39 þar sem ég er enn
þann dag í dag.
Hvernig var að vera á
milli þessara stórkarla?
„Það var fínt, mjög gott
og það var virkilega gaman
að versla við Ingimund. Það
var einhvern veginn mikið
t>ersónulegra og skemmti-
egra að versla við þessa
karla eins og Ingimund og
Stebba í Breiðabliki, heldur
en í þessum stórmörkuðum
í dag.“
En svo varstu líka með al-
menningssalerni við hlið-
ina á þér.
Já, það er mikið rétt.
Þarna nöfðu karlar eins og
Jóel gamli götusópari, og
Reynir „Barón“ aðsetur
sitt. Þetta var eiginlega
heimili rónanna í pá tíð.
Svo var þessu lokað um
haustið ‘70 og þá fékk ég
lagerpláss þarna. Það ma
eiginlega segja að þá hafi öll
almennile^ almennings-
þjónusta a Suðurnesjum
norfið.“
Svo við vendum nú okkar
kvæði í kross þá hefur það
heyrst að þú sért með sér-
stakt sinnep o.fl. slíkt.
„Nei, nei, þetta er allt
saman beint frá SS. Ég er
með pylsur og sinnep eins
og það kemur „original“
frá SS. En það er mikilvægt
atriði að setja passlega mik-
ið í pottinn."
Svo áttu mikið af föstum
kúnnum.
„Já, það er alveg rétt,
þeir eru margir. Það er gam-
an að fylgjast með því
hvernig þetta þróast. Ég
man eftir börnum sem í
gamla daga komu með feðr-
um sínum til mín að fá sæl-
gæti. Nú eru þessi börn
orðin uppvaxin og koma nú
með sín börn hingað til
mín. Svona þróast þetta frá
börnum í feður og allt upp í
afa.“
En hefur sjoppurekstur
ekki breyst mikið þessi ár
sem þú ert búinn að vera í
þessu?
„Jú, það hafa orðið gífur-
legar breytingar. Þetta er
ekki svipur hjá sjón í dag,
miðað við það sem þetta
var. I gamla daga voru
sjoppurnar samkomustað-
ur fólksins og í raun sér-
stakir menningarstaðir, því
hingað komu vinirnir að
hittast. I dag er þetta allt
öðruvísi. Það liggja allir
heima yfir vídeói og fólk
rétt skýst út í sjoppu til að
fá sér eitthvað með sjón-
varpinu en ekki til að hitta
kunningjanna."
Að lokum Jói. Hverni[»
gengur „businessinn“ í
dag?
„Það má segja að þetta
gangi ágætlega, ef maður er
í þessu sjálfur og passar upp
á þetta þá gengur vel. Sá
sem nennir að vinna þarf
ekki að kvarta.“
Við látum þetta vera
lokaorðin í spjalli okkar.
Jói var búinn að vera á þön-
um fram og til baka á með-
an spjalli okkar stóð því
það var stöðugur straumur
viðskiptavina. Við þökk-
uðum fyrir okkur, og því
má bæta við að konfektið
bragðaðist með ágætum.
„Nýtt, ferskt og gott“ eins
og Jói sagði. æi
Óskum Suðurnesjamönnum
gleðilegra jóla og
farsæls komandi árs.
Þökkum
viöskiptin
á árinu
sem er
að liöa.
STEINSTEYPUSOGUN
Margeirs Elentínussonar