Víkurfréttir - 19.12.1985, Síða 24
JÓLABLAÐ 1985
VÍKUR-fréttir
„Það togar alltaf í mann,
að fá að spila fyrir ÍBK4í
- segir Bjarni Sigurðsson, atvinnuknattspyrnu-
maður hjá Brann í Noregi
Einn af okkar bestu knattspyrnumönnum leikur nú sem atvinnu-
knattspyrnumaður í Noregi. Hann hefur getið sér gott orð þar ytra og
staðið sem mjög vel. Þetta er Bjarni Sigurðsson, markvörður úr Keflavík, og
leikur hann nú með liði Brann í Noregi. Blaðamaður hafði samband við
Bjarna nú fyrir skömmu, á heimili hans í Noregi. Hann var fyrst spurður
frétta frá Noregi.
LINDIN
- Alltaf í leiðinni
JÓLAKONFEKT
í miklu úrvali.
SKAFÍS, PAKKAÍS, ÍSBLÓM,
átsúkkulaði, suðusúkkulaði
og margt annað góðgæti.
VERIÐ ÁVALLT VELKOMIN
LINDIN
er alltaf í leiðinni
Hafnargötu 39 - Keflavík - Sími 1569
„Héðan er allt gott að
frétta af okkur og höfum
við það mjög gott. Það er
lítið að gera í fotboltanum
núna, ekkert um æfingar
eða keppnir, og til þess að
halda mér í einhverju formi
spila ég veggtennis einu
sinni til tvisvar í viku til að
safna ekki aukakílóum“.
Hvenær hefjast æfing-
arnar hjá ykkur?
,,Þær eiga að byrja núna
seinni partinn í desember
og er ráðgert að æfa 2-3var í
viku. En í janúar þegar
Tony Knapp kemur að
þjálfa, munum við æfa 6-7
sinnum í viku í íVi mánuð.
Eftir það æfum við 4-5
sinnum í viku, þannig að
það verður nóg að gera“.
Hvernig heldurðu að
næsta tímabil verði?
„Ég á von á því að það verði
gott tímabil hjá okkur, og er
JOLATRES-
SALA
Kiwanisklúbbsins KEILIS
er hafin. ______________
Kæru viðskiptavinir! Athugið breyttan
sölustað, sem er nú ÁHALDAHÚS
KEFLAVÍKURBÆJAR VIÐ VESTURBRAUT
Opið frá kl. 17-20 mánud.-fimmtud.
og frá kl. 14-22 föstud.-sunnud.
JÓLATRÉ - GRENI - KROSSAR,
4 BORÐSKRAUT - JÓLAPAPPÍR
JÓLATRÉSFÆTUR
ég bjartsýnn á framhaldið
bæði hjá mér og Brann“.
Hvernig hefur námið
gengið?
,,Það hefur gengið
ágætlega. Núna eftir
áramótin fer ég í háskóla
sem er staðsettur hérna í
Bergen og stunda ég nám í
tölvufræði. Þetta þýðir
það, að ég ^et skipulagt
minn tíma sjálfur og þar af
leiðandi æft knattspyrnu
miklu meira og einbeitt
mér alveg að fótboltanum í
sumar, því þá verð ég alveg í
fríi frá náminu“.
Hvað hefurðu hugsað þér
að dvelja lengi í Noregi?
,,Ég verð alla vega í
Noregi næstu tvö tímabil,
og þá verð ég búinn að fá
lágmarks réttindi í tölvu-
fræði og þá er spurningin
hvort maður kemur heim
eða heldur áfram að læra“.
Hefurðu ekkert saknað
heimahaganna síðan þú
fluttir til Noregs?
„Að sjálfsögðu hugsar
maður annað slagið heim,
en hér í Noregi er mjög gott
að vera og allir mjög elsku-
legir. Það togar alltaf í
mann að fá að spila fyrir
Keflavík seinna meir, ef
maður kemst þar að, og er
það aldrei að vita“, sagði
Bjarni að lokum og bað
fyrir góða kveðju heim.
ghj-
Lausafjáruppboð
I síðustu viku fór fram uppboð á lausafé við Tollvörugeymslu Suður-
nesja. Buðu þar fulltrúar bæjarfógeta og sýslumannsembættisins upp
ýmsa muni sem teknir htífðu verið upp í skuldir. Ýmsir bílar í mis-
munandi ásigkomulagi freistuðu uppboðsgesta. sem voru fjtílmargir.
epj.