Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1985, Qupperneq 27

Víkurfréttir - 19.12.1985, Qupperneq 27
JÓLABLAÐ 1985 VIKUR-fréttir „Þá fengu flest börn reið- hjól í fermingargjöf* - segir Henning Kjartansson, sem hefur starf- að við reiðhjólaviðgerðir í 42 ár Eigendaskipti hafa orðið á Reiðhjólaverkstæðinu í Keflavík. Henning Kjartansson hefur nú látið af störf- um og við því tekið nýr eigandi, Sigurður Eiríksson. Fiest allir kannast við Henning og hafa einhvern tíma átt viðskipti við hann um ævina, hvort sem er með sprungið dekk eða reiðhjólakaup. í tilefni af þessum tímamótum fengum við hann í stutt spjall, og spurðum hann fyrst, hvenær hann hafi hafið starfsemi við reiðhjólaverkstæðið: „Ég hóf rekstur árið 1966 þegar Margeir Jónsson hætti. Áður en Margeir hætti vann ég hjá honum og árin sem ég hef eytt við reið- hjólaviðgerðir eru nú orðin fjörutíu og tvö“. Er þér ekki eitthvað minn- isstætt frá þinni starfsemi? „Jú, það er alltaf eitthvað minnisstætt. Ég man alltaf eftir stríðsárun- um, þá var lítið til af vara- hlutum í hjólin og þá þurfti maður að bjarga sér með ýmsum hlutum sem var búið að henda til hliðar. Einnig reyndi maður að sauma dekkin saman eftir Gleðileg jól Farsœlt komandi ár Þökkum viðskiplin á árinu. Heilsugæslustöð Suðurnesja Gleðileg jól Farsœlt komandi ár Þökkum viðskiplin á árinu. Skóvinnustofa Sigurbergs Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu. Teppahreinsun Suðurnesja qSBBgSSBfl8flSflBflgagfflSlgSgSg jinfcitJÉjiDöin — GLEÐILEG JÓL — Úrvals gjafavara frá ROSENTHAL Úrval grafíkmynda eftir þjóðkunna listamenn. Inn’Römmun SuBURnesun Vatnsnesvegi 12 - Keflavfk Siml 3598 Henning Kjarlansson hefur haldið um marga gjörðina í gegnum árin, iMivm ' - r * Hii bestu getu. Svo eru þaðlíka öll börnin sem hafa um- gengist mann í kringum starfið og hafa það verið ánægjuleg samskipti". Þú gerðir meira en að selja og gera við reiðhjól? ,,Já, ég var með barnavagna og þá aðeins notaða. En aðalatriðið voru reiðhjólaviðgerðir og var oftast nóg að gera í því“. Hjóla Suðurnesjamenn meira nú á dögum en áður fyrr? „Já, þeir gera það, en fyrst er ég byrjaði með verk- stæðið fengu flest allir krakkar reiðhjól í ferming- argjöf, og var það viss at- burður í nokkuð mörg ár“. Kom ekki hjólreiðaæði fyrir þrem til fjórum árum? „Það má segja það, jú, og hafa þau verið nokkur í gegnum tíðina. Það var um tíma sem unglingar voru aldrei á hjóli og svo kom hálfgert æði ynr þennan hóp. Allir fóru að kaupa hjól og var mikið hjólað í hópum. Fyrst var það 10 gíra reiðhjólaæðið, og þá vildi enginn öðruvísi hjól. Þó að til væru á heimilum sæmilega góð hjól, þá var ekki hægt að nota þau, því allir vildu 10 gíra. Síðan komu hin svokölluðu „Grifter“-hjól til sögunn- ar og voru vinsæl í nokkur ár, og nú þessa dagana eru það BMX-hjólin sem slá í gegn“. Hvernig hefur reksturinn gengið í gegnum árin? „Hann hefur gengið svona upp og ofan. Það hefur alltaf verið lítið að gera yfir veturinn, nema þá þegar nærdregur jólum, þá er alltaf þokkaleg traffík. Yfir sumartímann hefur alltaf verið nóg að gera og er það besti tíminn". Hvers vegna ákvaðst þú að hætta rekstrinum? „Margir voru hissa á því að ég hætti. Það voru allir mjög hlynntir mér og ber mér að þakka það. Ég er bara ekki nógu heilsu- hraustur til að halda starf- seminni áfram, og einnig er gott að breyta til og fá nýtt andlit í þetta“. Að lokum, Henning, átt þú reiðhjól? „Já, ég hef alltaf átt hjól, en það hefur gengið ákaf- lega illa að nota það í seinni tíð. Þegar ég hef ætlað að hjóla, þá hefur komið rigning eða rok. Annars hjólaði ég alltaf í vinnuna hér áður fyrr“, sagði Henn- ing, og vildi að lokum fá að bæta við smá þakklæti til allra sem hefðu haft við- skipti við hann í gegnum tíðina og mjög ánægjuleg samskipti. - ghj. Sigurður Friðriksson, hinn nýi reiðhjólaviðgerðarmaður. „Ég vona að ég eigi eftir að halda uppi merki Hennings. Þetta hefur verið vel rekið hjá honum í gegnum árin“. SUÐ URNESJAMENN! Verslum heima Víkur-fréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.