Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1985, Page 28

Víkurfréttir - 19.12.1985, Page 28
JÓLABLAÐ 1985 Öldrunarmál á Suðurnesjum Erindi flutt á síðasta aðalfundi SSS Undir liðnum „Málefni aldraðra (á Suðurnesjum) í nútíð og framtíð“ á aðalfundi SSS a dögunum fluttu Stefán Tómasson formaður Öldrunarráðs Grinda- víkur og Jón A. Jóhannsson yfirlæknir, form. Þjón- ustuhóps aldraðra á Suðurnesjum, athyglisverð erindi sem við munum birta hér að mestu óstytt. Stefán Tómasson: Arum saman hefur það verið þannig í Grindavík að hafi aldraðir þurft að leita sér vistunar á vistheimili, hafa þeir þurft að leita út fyrir bæinn, því í Grindavík er engin aðstaða til vist- unar aldraðra. Það munu vera all nokkur ár síðan að Grinda- víkurbær samdi við Hrafn- istu í Hafnarfirði um að kaupa tíu vistrými þar. En þá mun DAS hafa leitað til margra sveitarfélaga utan Stór-Reykjavíkursvæðisins um kaup á vistrýmum, en Grindavíkurbær mun hafa verið eini bærinn sem gekk inn í það samstarf. Það var svo á árinu 1982 að nokkur félagasamtök í bænum tóku sig saman um að hrinda af stað byggingu vistheimilis á staðnum, en íessi samtök eru: Kiwanis- tlúbburinn Boði, Lions- tlúbbur Grindavíkur, Stefán Tómasson Kvenfélag Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafél- a^ Grindavíkur, Verkalýðs- felag Grindavíkur, JC Grindavík, Rauðakross- deildin í Grindavík og Ut- vegsmannafélag Grinda- víkur. Þá fengu þessi félög bæjaryfirvöld einnig í lið með sér. Fljótlega var svo DAS boðin aðild og þáðu þeir að taka þátt og nöfum við notið góðs af þeirri miklu reynslu sem þeir aðil- ar hafa í slíkum fram- kvæmdum. Fyrsta verkefni hópsins var að gera könnun á þörf- inni fyrir slíkt heimili á staðnum og í því sambandi voru gerðar tvær kannanir meðal aldraðra íbúa bæjar- ins. Aðra könnunina ann- aðist Rauðakrossdeildin og hina JC Grindavík. í þess- um könnunum kom fram að mikill áhugi var fyrir vistheimili á staðnum og að vistheimili fyrir 40 vist- menn muni vera heppileg stærð. í Ijósi þessara niður- staðna var sótt um leyfi stjórnvalda til að reisa 40 manna vistheimili. Þegar það leyfi var fengið var stofnsett sjálfseignarstofn- un sem kallast „Heimili aldraðra í Grindavík“ og aðildarfélögin tilnefndu 1 fulltrúa hvert í stjórn og stjórnin kallar sig „Öldrun- arráð Grindavíkur“. Þá var hafist handa við að kanna hvað verið væri að gera í þessum málum annarsstað- ar og í því sambandi skoð- uðu stjórnarmenn allmörg vistheimili víðsvegar um landið. Ut úr því var svo ákveðið að heppilegast væri að reisa verndaðar þjónustuíbúðir með umtalsverðu sameigin- legu rými. I sameiginlega rýminu er gert ráð fyrir borðsal, eldhúsi og umtals- verðu rýmþ fyrir tóm- stundaiðju. I byggingunni er gert ráð fyrir 16 hjónaí- búðum og 8 einstaklingsí- búðum, en 4 hjónaíbúðir eru þannig hannaðar að með litlum breytingum má breyta hverri þeirra í tvær einstaklingsíbuðir. I hverri íbúð er gert ráð fyrir stofu, svefnherbergi, baði og ágmarks eldhúsaðstöðu, Dannig að vistmenn ráða 5ví, hvort þeir borða í sam- eiginle^a borðsalnum eða inni á íbúðunum. Það var svo seint á árinu 1983 að hafist var handa við jarðvinnu og var henni lok- ið um vorið 1984. Þá um haustið var byrjað á sökkl- um og voru þeir kláraðir á fyrrihluta þessa árs. Þá hef- ur nýlega verið samið um uppsteypu alls hússins og er þar gert ráð fyrir að þjón- ustuálman verði uppsteypt og fullkláruð að utan í mai á næsta ári og íbúðaálmurnar verði uppsteyptar og full- kláraðar að utan síðla árs 1987. Fjármögnun hefur farið [>annig fram, að í upphafi ögðu aðildarfélögin fram stofnframlög og dugðu þau fyrir frumteikningum. Þá var farið af stað með fjár- mögnun meðal bæjarbua í formi gjafabréfa. Þeim var mjög vel tekið og tókst að klára jarðvinnu fyrir þá fjár- muni. Þá var leitað til Framkvæmdasjóðs aldr- aðra, en þaðan hafa ekki komið miklir fjármunir ennþá. Þá fengum við lán úr Byggingarsjóði aldraðra á síðasta ári en skv. reglum )ess sjóðs reynir hann að ána um 10% af byggingar- tostnaði vistheimila. Þá tefur verið samið við Húsnæðisstofnun ríkisins um framkvæmdalán og mun það lán duga til upp- steypu á um 2/> hluta huss- ins. Það er von okkar sem að byggingunni stöndum að takast megi að fá það mikið fjármagn frá Fram- kvæmdasjóði aldraðra, að það takist að ljúka upp- steypu hússins á tilsettum tíma. VÍKUR-fréttir Þau félagasamtök sem standa að pessu eru ekki einu félögin í bænum sem vinna að rramgangi málefna aldraðra í Grindavík. Það gerir deild Styrktarfélags aldraðra í Grindavík einnig og hefur deildin haldið uppi kröftugu félagsstarfi í Safn- aðarheimili og staðið fyrir heimsóknum aldraðra Grindvíkinga til annarra byggðarlaga á Suðurnesj- um. En það er von okkar sem stöndum að heimili aldraðra í Grindavík, að takast megi í framtíðinni jafn gott samstarf við aðrar hliðstæðar stofnanir á svæðinu og samstarf sveit- arfélaganna á Suðurnesj- um. Jón A. Jóhannsson Jón Á. Jóhannsson: Ætla ég í bvrjun að rifja upp hlutverk þjónustu- hóps aldraðra sem skil- greint er í lögum um mál- efni aldraðra sem samþykkt voru á Alþingi 18. desem- ber 1982. Þar segir að þjón- ustuhópurinn skuli fylgjast með heilsufarslegri og fél- agslegri velferð aldraðra í umdæminu og nota vist- unarþörf aldraðra í um- dæminu á stofnanir fyrir aldraða. Ætíð skal þó haft að leiðarljósi það markmið laganna að aldrað fólk gæti sem lenpt búið eðlilegu heimilislifi. Núverandi ástand í mál- efnum aldraðra. Heimahjúkrun hefur verið rekin um árabil við Heilsugæslustöð Suður- nesja. Starfshópurinn sem annast hana hefur saman- staðið af hjúkrunarfræðing, sjúkraliðum og ófaglærðu fólki. Starfshópurinn hefur alla tíð haft gott samstarf við heilsugæslulækna. Starfið felst í almennri hjúkrun, eftirliti, lyfjatil- tekt, böðum og leiðbein- ingum til aðstandenda. Þarf í sumum tilvikum að vitja þessara sjúklinga jafnt á helgum sem virkum dögum. Það hefur s)Int sig, að þörfin fyrir vist a hjúkr- unardeild er minni á stöð- um, þar sem svona þjónusta er rekin. 47 einstaklinga er nú vitjað reglulega og af þeim teljum við að 10

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.